Óvænt ferð brúðhjóna á Esjuna

Brúðhjónin Bergur Þorri og Helga uppi við Stein í dag.
Brúðhjónin Bergur Þorri og Helga uppi við Stein í dag. Mynd/Róbert Róbertsson

„Þetta fullkomnaði fullkominn dag og helgi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson sem fékk óvænt morgungjöf frá eiginkonu sinni í gærmorgun. Hann og Helga Magnúsdóttir gengu í það heilaga síðastliðinn laugardag. Esjuferðin rómantíska er liður í verkefni Öryggismiðstöðvarinnar sem ber heitið „Upp alla leið“ en Öryggismiðstöðin fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar munir. Í tilefni þess bauð fyrirtækið 21 einstaklingi sem glíma við fötlun eða veikindi að komast upp á Esju.

Bergur Þorri notar hjólastól sjálfur en Helga getur gengið stuttar vegalengdir með staf. „Ég taldi mig ekki hafa möguleika á að geta komist með upp á Esju þar sem ég væri að gifta mig þessa helgi þannig að frúin færði mér afar óvænta ánægju,“ segir Bergur.

Hvorugt þeirra hafði farið upp á Esju áður. „Einu fjöllin sem við höfum farið upp á, eru fjöll sem hægt er að keyra upp á,“ útskýrir Bergur. Um tuttugu manna hópur fór með brúðhjónunum upp og niður Esjuna í rigningu, bleytu og þoku.

Hópurinn sem fór upp með þeim Bergi og Helgu í …
Hópurinn sem fór upp með þeim Bergi og Helgu í dag. Mynd/Róbert Róbertsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert