Rukkað við höfnina í Stykkishólmi

Stefnt er að því að hefja rukkun fyrir bílastæðið við …
Stefnt er að því að hefja rukkun fyrir bílastæðið við höfnina í Stykkishólmi. Gunnlaugur Auðunn Árnason

Áformað er að hefja innheimtu bílastæðagjalda við höfnina í Stykkishólmi á næsta ári. Að undanförnu hefur verið unnið að deiliskipulagi á þessum reit svo og ýmsum framkvæmdum í því að bæta þjónustu við ferðafólk. Bílastæðin skipta tugum og eru meðal annars nýtt af fólki sem til dæmis fer í dagsferðir, til nokkurra daga dvalar úti í eyjum eða yfir á Brjánslæk í gönguferðir um Vestfirði.

„Auðvitað nýtur bærinn þessa ferðafólks en vegna bílastæðanna – svo og margs annars – höfum við lagt í talsverðan kostnað sem þarf með einhverju móti að ná til baka. Bærinn hefur til dæmis staðið straum af vaktþjónustu en þarna fer öryggisvörður um á nóttunni og gengur úr skugga um að allt sé í lagi,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, í samtali við Morgunblaðið. Bílastæði þessi segir hann ná yfir allstórt svæði. Nokkur séu til dæmis við ferjulægi Baldurs í Súgandisey, en vinsælt er að ganga þangað upp enda útsýnið gott.

Sturla segir að gjaldmælum á bílastæðunum við Stykkishólmshöfn verði væntanlega komið upp næsta vor. „Það er að ýmsu að hyggja í svona verkefni og við munum væntanlega leita ráða hjá Reykjavíkurborg þar sem er löng reynsla af stöðumælum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka