Á ferðabloggsíðunni Stuck in Iceland er rætt við háðsfuglana Jus Reign og Jehan R. Í myndbandi þeirra, sem birtist á Youtuberásinni Field Day, ferðast þeir til Íslands, þar sem þeir reita af sér fimmaurabrandarana eins og þeir eigi lífið að leysa. Brandararnir eru kannski næfurþunnir og hættulega lélegur, en ferðalag þeirra um landið er engu að síður nokkuð skondið.
Þeir segja að aðstandendur Youtubesíðunnar Field Day hafi gert þeim kleift að ferðast til landsins og búa til myndbandin. Án þess hefði það ekki gengið upp. Í viðtaliu á Stuck in Iceland segjast þeir hafa valið Ísland sem áfangastað sinn, því það byði upp á flesta fimmaurabrandara á tímann. „Landið hefur allt. Hesta, fossa, jökla, og eldfjöll - þetta er allt til staðar,“ segja þeir í viðtalinu.
Viðtalið í heild má lesa á Stuck in Iceland.