„Tveir plús tveir verða aldrei fimm“

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Golli

„Við þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddum atkvæði gegn þessari framkvæmd á síðasta kjörtímabili. Við höfum haft áhyggjur af þessu frá upphafi. Tveir plús tveir verða aldrei fimm, sama hvað þú reynir að reikna,“ sagði Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun varðandi framkvæmdina við Vaðlaheiðargöng.

Sjá frétt mbl.is: Lánið mun ekki duga

„Þetta snýr auðvitað ekki beint að innanríkisráðuneytinu, en mér finnst gríðarlegt áhyggjuefni og ég óttast að þetta sé ekki síðasta sinn sem farið er í framkvæmdir sem við vitum að muni kosta meira en gert er ráð fyrir, eða sem við vitum ekki hvað munu kosta. Síðan kemur stór reikningur og hann lendir á skattgreiðendum,“ segir Ólöf og bætir við: 

„Ég sé ekki hvernig þetta getur endað með öðrum hætti og ef ég hef rangt fyrir mér skal ég vera sú fyrsta til að viðurkenna það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert