Stefnubreyting eða ekki stefnubreyting

Rússneska sendiráðið
Rússneska sendiráðið mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að margt sé sagt af fullkominni fáfræði og barnaskap þessa dagana um utanríkismál. Starfsbróðir hans, Baldur Þórhallsson, talar um stefnubreytingu meðal einhverra innan Sjálfstæðisflokksins.

Í pistli sem Hannes Hólmsteinn ritar á Pressuna kemur fram að það hafi alltaf verið stefna íslenskra stjórnvalda að selja fisk fremur en að reyna að bjarga heiminum, enda er hið síðarnefnda ekki á okkar færi.

Við þurfum að komast af í hörðum heimi og þar er ekkert sjálfgefið

 „Árið 1922 beygðu Íslendingar sig fyrir Spánverjum, sem vildu ekki kaupa fisk af okkur, nema við felldum áfengisbannið úr gildi. Þetta var auðvitað skerðing á nýfengnu fullveldi.

Íslendingar tóku ekki þátt í refsiaðgerðum gegn Ítölum vegna innrásar Mússólínis í Eþíópíu, því að þeir vildu selja fisk til Ítalíu.

Árið 1939 beygðu Íslendingar sig fyrir kröfum þýsku stjórnarinnar og bönnuðu bók eftir Wolfgang Langhoff um fangabúðir nasista í Þýskalandi, af því að þeir vildu ekki styggja voldugan viðskiptavin, heldur halda áfram að selja fisk til Þýskalands. (Hermann Jónasson lét gera bókina upptæka, en eftir hernám Breta var hún þegjandi og hljóðalaust sett á markað.)

Eftir að Bretar settu löndunarbann á íslenskan fisk eftir útfærslu landhelginnar í fjórar mílur 1952, sneru Íslendingar (undir forystu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra og Ólafs Thors sjávarútvegsráðherra) sér að Ráðstjórnarríkjunum, sem hófu mikil fiskkaup. Fór um 30% útflutningsins til þeirra um nokkurt skeið.

Eflaust hafa Íslendingar gengið of langt stundum í að vernda hagsmuni sína á kostnað hugsjóna, til dæmis þegar Hermann Jónasson bannaði útgáfu bókar Wolfgangs Langhoffs 1939. En það breytir því ekki, að skyldur okkar eru umfram allt við Íslendinga sjálfa. Við þurfum að komast af í hörðum heimi, og þar er ekkert sjálfgefið.

Síðan höfum við auðvitað skyldur við bandamenn okkar í Atlantshafsbandalaginu (og þeir við okkur). En við höfum engar sérstakar skyldur við Evrópusambandið af þeirri einföldu ástæðu, að við erum ekki í því og ætlum ekki í það,“ skrifar <a href="http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Hannes/engin-stefnubreyting-sjalfstaedisflokksins" target="_blank">Hannes Hólmsteinn.</a>

<strong>Framganga rússneskra ráðamanna er ein stærsta ógnin </strong>

<span>Baldur skrifar hins vegar pistil á Facebook síðu sína þar sem hann fer yfir tuttugu atriði um samskipti Íslands og Rússlands.</span>

<span>„1. Lítil ríki eru sjálfstæð vegna þess að stór ríki viðurkenna tilvist þeirra.</span><br/><span>2. Lítil ríki geta auðveldlega verið yfirtekin af stærri ríkjum.</span><br/><span>3. Alþjóðalög og hefðir eftirstríðaáranna hafa veitt stórum ríkjum aðhald og styrkt tilverurétt lítilla ríkja. </span><br/><span>4. Litlum ríkjum hefur farið hratt fjölgandi síðustu</span><span class="text_exposed_show"> 100 árin vegna ofangreindra þátta.<br/>5. Ísland varð sjálfstætt og gat stækkað landhelgina vegna þess að stærri ríki féllust á það - og alþjóðalög og hefðir styrktu kröfur Íslendinga.<br/>6. Lítil ríki hafa lítil sem engin áhrif á gang heimsmála en þurfa að marka sér stefnu sem tryggir tilvist þeirra.<br/>7. Lítil ríki eiga mjög erfitt með að fá stór ríki til að fara að kröfum þeirra en geta í krafti ákvæða um sameiginlega ákvarðanatöku haft áhrif innan svæða- og alþjóðastofnana. <br/>8. Ísland hefur engin áhrif á hvaða þvinganir Evrópusambandið grípur til gagnvart rússnesku valdaelítunni þar sem það er ekki aðili að sambandinu – en ætlast er til að það, rétt eins og Noregur og Liechtenstein (hin aðildarríki EFTA-EES), fylgi eftir pólitískum ákvörðunum þess vegna ákvæða um pólitískt samráð og samstöðu þessara tveggja ríkjahópa. Ísland á líka miklu erfiðara með að fá ívilnanir frá ESB en aðildarríki þess. <br/>9. Eitt voldugasta ríki Evrópu, Rússland, virðir ekki lengur landamæri nágrannaríkja sinna og hefur hernumið hluta af Úkraínu og Georgíu. <br/>10. Þessi ríki sem og önnur nágrannaríki Rússlands eiga hernaðaríhlutun rússneska bjarnarins á hættu láti þau ekki að stjórn hans.<br/>11. Þessi framganga rússneskra ráðamanna er ein stærsta ógnin sem smærri ríki Evrópu hafa staðið frammi fyrir frá lokum síðari heimsstyrjaldar.<br/>12. Íslands sem og önnur Norðurlönd eiga allt undir því að stóru ríkin Rússland og Bandaríkin virði alþjóðlög og hefðir á Norðurslóðum og grípi ekki til einhliða aðgerða án samráðs við þau sem minna mega sín. <br/>13. Íslensk stjórnvöld hafa allt frá því að við fengum stjórn utanríkismála í okkar hendur 1. desember 1918 lagt mesta áherslu á samvinnu við lýðræðisríki og alþjóðalög og hefðir sem styrkja sjálfstæði lítilla ríkja. Þetta var raunin bæði meðan að landið var ,,hlutlaust’’ og eftir að það gerði herverndarsamning við Bandaríkin árið 1941.<br/>14. Ísland er í bandalagi með lýðræðisríkjum Evrópusambandsins (á vettvangi EES-samningsins) og NATO meðal annars til að tryggja áframhaldandi yfirráðarétt sinn á láði og legi. Sama á við um önnur smáríki. <br/>15. Í vaxandi mæli er krafa uppi um það í samfélaginu að landsmenn tengist ráðamönnum í Rússlandi og Kína vinaböndum – jafnvel frekar en núverandi vinaþjóðum – sem öll eru lýðræðisríki. Þessi krafa hefur ekki verið háværari síðan kommúnistar fylgdu Moskvulínunni og vildu að íslensk stjórnvöld gerðu slíkt hið saman.<br/>16. Nú kemur gagnrýnin á utanríkisstefnuna yst frá hægri eins og í Vestur- og Mið- Evrópu. <br/>17. Það að vaxandi hópur áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum – stærsta og áhrifamesta stjórnmálaflokki landsins – krefjist þess að mörkuð verði ný utanríkisstefna verður að taka alvarlega því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað utanríkisstefnu landsmanna allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar. <br/>18. Það að taka ekki þátt í viðskiptaþvingunum bandalagsríkja Íslendinga myndi þýða veigamikið brotthvarf frá þátttöku í vestrænni samvinnu. <br/>19. Það að taka ekki þátt í viðskiptaþvingunum væri brotthvarf frá þeirri utanríkisstefnu sem hefur verið rekin allt frá því að stjórn utanríkismála fluttist til Reykjavíkur fyrir tæplega 100 árum.<br/>20. Það að taka ekki þátt í viðskiptaþvingunum gegn rússnesku valdaelítunni og brjóta sig þannig frá öllum bandalagsríkjum okkar myndi valda óvissu um getu stjórnvalda til að verja landið og miðin – þar sem þau geta það ekki án núverandi bandalagsríkja. Ekki væri lengur hægt að gera þá siðferðilegu kröfu að bandalagsríkin komi okkur til bjargar væri okkur ógnað eða á okkur ráðist,“ skrifar Baldur.</span>

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði. mblþis/Ómar Óskarsson
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert