Súlustofninn við Ísland hefur stækkað um 2% á ári síðustu þrjátíu ár.
„Súlan er alls staðar í aukningu. Það er alveg ljóst að sú aukning stafar af því að hún er minna étin og minna ofsótt af mönnum. Menn hafa alla tíð haft tilhneigingu til þess að éta það sem hendi er næst, sérstaklega ef það er stórt og feitt eins og súlan.“
Þetta segir Arnþór Garðarsson prófessor í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag um viðkomu súlustofnsins, en hann hefur unnið að talningu og rannsóknum á súlunni.