Orkuveitan, sveitarstjórnir og lögreglustjórinn á Suðurlandi auk almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hafa sent út tilkynningu vegna niðurdælingu í Húsmúlasvæði við Hellisheiðarvirkjun. Er niðurdælingin talin geta leitt til þess að tímabundið séu auknar líkur á að jarðskjálftar verði á niðurdælingarsvæðinu og geta þeir náð þeirri stærð að þeir finnist í byggð.
Í tilkynningunni segir aðunnið sé eftir verklagi sem miði að því að lágmarka hættu á óþægindum.