Efri brúin yfir Vatnsdalsá hrundi

Bílstjórinn átti skammt eftir ófarið yfir brúna þegar hún hrundi.
Bílstjórinn átti skammt eftir ófarið yfir brúna þegar hún hrundi.

Brúin yfir Vatnsdalsá fremst í Forsæludal við Grímstungu í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu hrundi nú rétt fyrir hádegi þegar flutningabíll með eftirvagni ók yfir hana. Verið var að flytja farm yfir brúna vegna vegaframkvæmda í dalnum. Bílstjórinn leitaði sér læknishjálpar eftir slysið en ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um meiðsli hans. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi átti bílstjórinn skammt ófarið yfir brúna þegar óhappið varð. Ekki verður hlaupið að því að ná bifreiðinni upp úr ánni. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samstarfi við Vegagerðina.

Brúin er innst í dalnum og er allajafna ekki mikil umferð um hana. Bændur á bæjum í kring verða þó fara heldur lengri leið að bæjum hinum megin við ána en venjulega á meðan brúin er í sundur.

Brúin er innst í dalnum og er allajafna ekki mikil …
Brúin er innst í dalnum og er allajafna ekki mikil umferð um hana. Ljósmynd/Ágúst Sigurðsson
Ekki verður hlaupið að því að ná bifreiðinni upp úr …
Ekki verður hlaupið að því að ná bifreiðinni upp úr ánni. Ljósmynd/Ágúst Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert