MR vill fá 10. bekkingana

Frá skólasetningu MR í gær.
Frá skólasetningu MR í gær. mbl.is/Styrmir Kári

Yngvi Pét­urs­son, rektor Mennta­skól­ans í Reykja­vík, hef­ur farið þess á leit við borg­ar­yf­ir­völd að skól­inn fái að taka inn nem­end­ur ári fyrr, þ.e. eft­ir að þeir hafa lokið 9. bekk, og síðan taki við þriggja ára fram­halds­skóla­nám.

Skól­inn er ann­ar tveggja fram­halds­skóla á land­inu sem enn bjóða upp á fjög­urra ára nám til stúd­ents­prófs og verði af því að MR taki inn nem­end­ur fyrr verður nám við skól­ann áfram fjög­ur ár. Að öðrum kosti verður það þrjú ár.

Skúli Helga­son, formaður skóla- og frí­stundaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir þessa til­lögu rektors MR ekki hafa verið tekna fyr­ir form­lega í ráðinu og seg­ir að sér sé ekki kunn­ugt um að aðrir fram­halds­skól­ar í Reykja­vík hafi komið form­lega fram með viðlíka hug­mynd­ir. „Mér finnst spenn­andi að skoða all­ar hug­mynd­ir um auk­inn sveigj­an­leika í kerf­inu, allt snýst þetta um að ná því besta út úr hverj­um og ein­um nem­anda,“ seg­ir Skúl

Hinn skól­inn er Mennta­skól­inn á Ak­ur­eyri og þar verður boðið upp á þriggja ára nám frá og með næsta hausti. Und­an­far­in tíu ár hafa um 20 nem­end­ur úr 9. bekk átt þess kost á hverju ári að hefja nám í MA, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert