Ríkisskuldir minnka um 2,5%

Skuldafjallið sem myndaðist eftir efnahagshrunið 2008 hefur lækkað mikið.
Skuldafjallið sem myndaðist eftir efnahagshrunið 2008 hefur lækkað mikið. mbl.is/Golli

Heildarskuldir ríkissjóðs minnka um 54 milljarða króna eftir uppkaup ríkissjóðs á eigin bréfum útgefnum í bandaríkjadölum, að því er fram kemur í áætlun Lánamála ríkisins.

Skuldirnar verða þá 63,8% af vergri landsframleiðslu og hafa lækkað um 2,5%. Eftir uppgreiðslu bréfanna verða þær 1.403 milljarðar króna. Áhrif hefur þó að spá Seðlabanka um verga landsframleiðslu árið 2015 virðist nokkuð rífleg.

Til samanburðar hafa skuldirnar minnkað um 309 milljarða frá maí 2012, þegar þær voru mestar, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert