Hótanir Gunnars honum til skammar

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir framkomu Gunnar Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, hafa verið til skammar þegar hann hafi ræddi um viðskiptabann Rússlands í þættinum Á Sprengisandi. Segir Elliði að Gunnar Bragi hafi verið með hótanir gegn Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar og meðal annars hótað því að ef hann héldi sig ekki til hlés í málinu yrði fiskveiðistjórnunarkerfið endurskoðað.

Í pistli á vefsíðu sinni fer Elliði yfir málið og gagnrýnir Gunnar Braga fyrir ummæli sín og segir stjórnmálamenn þurfi að geta rætt veigamiklar ákvarðanir sem snerta íbúa landsinsog að eðlilegt sé að þeir svari fyrir gjörðir sínar. Þá hafi verið eðlilegt að Gunnþór gerði athugasemdir við framkvæmd yfirvalda, enda hafi ákvarðanir Gunnars Braga áhrif á fyrirtækið sem hann stjórni, íbúa byggðarlagsins og samfélagið allt. „Í stað þess að réttlæta sínar gjörðir grípur hann til hótana og alls konar brigslana um hvernig standa eigi að arðgreiðslum hjá fyrirtækinu. Svoleiðis gerir fólk ekki ef það hefur góðan málstað að verja,“ segir Elliði í samtali við mbl.is.

Elliði segir að ef þessi framkoma verði reglan í framkomu Gunnars Braga, þá þurfi hann að líta í eigin barm og sé ekki starfi sínu vaxinn. Aftur á móti hafi þetta ekki verið reglan hingað til.

Segir hann íbúa í sjávarbyggðum vera orðna þreytta á að í hvert skipti sem einhver stígi fram og gagnrýni aðgerðir stjórnvalda að gripið sé til hótana. Bendir hann á að þótt allir hafi ekki sömu skoðanir, þá þurfi að vera hægt að ræða málið án hótana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka