Afgangur og skuldahreinsun

Fjármálaráðherra boðar hreingerningu á skuldahlið ríkissjóðs.
Fjármálaráðherra boðar hreingerningu á skuldahlið ríkissjóðs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú er að renna upp sá tími að við get­um farið í gríðarlega stóra og mikla hrein­gern­ingu á skulda­hlið rík­is­sjóðs,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag.

Bjarni seg­ir að fjár­laga­frum­varpið verði lagt fram með ágæt­is af­gangi. Bjarni bend­ir á að nú sé sú staða kom­in upp, sem teng­ist af­námi gjald­eyr­is­haft­anna, að hægt verði að gera upp öll lán sem tengd­ust áætl­un Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og menn standi líka frammi fyr­ir þeim vanda hvað varðar ís­lensku krónu­lán­in, að geta valdið þenslu­áhrif­um með því að borga of mikið af þeim upp. „Við erum í raun og veru með of mikla end­ur­greiðslu­getu hvað snert­ir krónu­hlut­ann af skuld­un­um. Það þarf hrein­lega að stíga var­lega til jarðar í því hvernig við ráðstöf­um þeim fjár­mun­um sem verða til skipt­anna,“ seg­ir hann.

Ekk­ert ríki í Evr­ópu muni sjá jafn­mikl­ar breyt­ing­ar á rík­is­fjár­mál­un­um á jafn­skömm­um tíma og Íslend­ing­ar eru að fara að upp­lifa. Ekki er gert ráð fyr­ir stöðug­leika­skatt­in­um í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2016 en Bjarni seg­ir að nú sé all­teins gert ráð fyr­ir að í stað hans komi stöðug­leikafram­lag á þessu ári. Vöxt­ur verður í út­gjöld­um til vel­ferðar­mála og ráðist í skatta­lækk­an­ir.

Í viðtal­inu fjall­ar Bjarni líka um Rússa­deil­una og seg­ir að eng­in sér­stök út­tekt hafi legið fyr­ir um viðskipta­hags­mun­ina en ekki sé til umræðu í rík­is­stjórn­inni að aft­ur­kalla viðskiptaþving­an­irn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka