„Eftir orrahríð dagsins sýnist mér að Vestmannaeyjar séu komnar á bannlista íslenska ríkisins. Þegar ég reyni að kveikja á fréttum RÚV þá fæ ég þær upplýsingar að slíkt sé bara mögulegt á Íslandi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, á Facebook-síðu sinni. Vísar hann þar til gagnrýni sinnar á framgöngu utanríkisráðherra vegna viðskipta Íslands og Rússlands.
Elliði bætir því við að líklega sé þá ekki annað að gera en að lýsa yfir sjálfstæði Vestmannaeyja og fá Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, til þess að viðurkenna Eyjamenn sem sjálfstæða þjóð. Broskall fylgir síðan með. Er það skírskotun til þess að þegar Jón Baldvin viðurkenndi sem utanríkisráðherra sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna fyrir um aldarfjórðungi.
Síðar bætti Elliði við athugasemd við eigin stöðufærslu og sagði að um smá bilun hefði verið að ræða hjá honum en allt væri komið í lag.
Eftir orrahríð dagsins sýnist mér að Vestmannaeyjar séu komnar á bannlista íslenska ríkisins. Þegar ég reyni að kveikja...
Posted by Elliði Vignisson on Wednesday, August 19, 2015