Vilja aðra brú sem allra fyrst

Sveitarstjórnin mun gera Vegagerðinni grein fyrir afstöðu sinni í dag.
Sveitarstjórnin mun gera Vegagerðinni grein fyrir afstöðu sinni í dag. Ljósmynd/Ágúst Sigurðsson

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps krefst þess að byggð verði brú yfir Vatnsdalsá við Grímstungu í Vatnsdal sem allra fyrst í stað þeirrar sem hrundi á þriðjudag þegar flutningabíl með farm í eftirvagni ók yfir hana. Sveitarstjórnin kom saman til fundar í gær vegna málsins en hún segir mikilvægt að tryggja samgöngur innan sveitarfélagsins.

Bílstjóri flutningabílsins átti skammt eftir ófarið yfir brúna þegar hún hrundi skyndilega. Í eftirvagni bílsins var leir til vegaframkvæmda. Brúin var byggð fyrir um sextíu árum og komin til ára sinna.

Sagði bóndi á svæðinu meðal annars í samtali við mbl.is að Vegagerðin hefði að jafnaði komið einu sinni á ári og dyttað að brúnni en löngu hefði verið kominn tími á endurnýjun.

Talsverðir krókar ef fara þarf á milli

„Þess var krafist á fundi sveitarstjórnar sem haldinn var í gær að byggð verði brú yfir Vatnsdalsá sem allra fyrst í stað þeirrar sem brotnaði til þess að tryggja samgöngur innan sveitarfélagsins. Þetta eru talsverðir krókar fyrir menn ef þeir þurfa að fara á milli bæja, menn þurfa að fara alveg fyrir Vatnsdal,“ segir Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Húnavatnshrepps, í samtali við mbl.is.

Aðspurður segir Einar að sveitarstjórnin vilji fá brú til bráðabirgða til að byrja með þar sem hann reikni fastlega með að ný brú kæmi ekki fyrr en næsta sumar. Um leið og búið væri að byggja brú til bráðabirgða gæfi það sveitarfélaginu og Vegagerðinni andrými til að ræða hvort byggja eigi varalega brú á sama stað eða ekki. Vegagerðin greiðir kostnað við byggingu brúnna líkt og annarra mannvirkja á þeirra svæði.

„Það er eng­inn inni­lokaður en þetta er óhagræði fyr­ir póst­inn, skóla­bíl­inn og alla,“ sagði Guðmund­ur Val­ur Guðmunds­son, verk­fræðing­ur hjá Vega­gerðinni í samtali við mbl.is í gær og bætti við að ákvörðun um málið yrði tekin á næstu dögum.

Sveitarstjórnin mun gera Vegagerðinni grein fyrir afstöðu sinni í dag.

Fréttir mbl.is um málið: 

Búið að ná bílnum upp úr ánni

Brúin var komin til ára sinna

Efri brúin yfir Vatnsdalsá hrundi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert