Vilja kaupskipin aftur til landsins

Ljósmynd/Samskip

Þrátt fyr­ir að beinn fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur rík­is­ins af alþjóðlegri skipa­skrá með sér­stök­um íviln­un­um fyr­ir kaup­skipa- og þjón­ustu­skipa­út­gerð sé tak­markaður, þar sem hún hefði ekki í för með sér mikl­ar bein­ar tekj­ur fyr­ir rík­is­sjóð, gæti slík skrá hins veg­ar skapað af­leidd störf og óbein­ar tekj­ur vegna ým­iss­ar hliðar­starf­semi. 

Þetta kem­ur fram í skýrslu sem unn­in var fyr­ir fjár­málaráðuneytið um mögu­leika Íslands á að halda úti alþjóðlegri skipa­skrá sem sam­keppn­is­hæf væri við önn­ur ríki. Eins og mbl.is hef­ur fjallað um hafa ís­lensk kaup­skip verið skráð er­lend­is árum sam­an af hag­kvæm­is­ástæðum og sigla því ekki und­ir ís­lensk­um fána. Skipa­fé­lög­in hafa þó lýst mikl­um áhuga á að skrá skip sín hér á landi verði komið á sam­keppn­is­hæf­um aðstæðum hér á landi.

Mik­il­vægt að fá skip­in skráð á Íslandi

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fjár­málaráðuneyt­inu er unnið að frum­varpi í ráðuneyt­inu þar sem byggt er meðal ann­ars á efni skýrsl­unn­ar. Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra kallaði eft­ir því á síðasta kjör­tíma­bili þegar hann var í stjórn­ar­and­stöðu að þessi mál yrðu tek­in til skoðunar. Óásætt­an­legt væri að hér á landi væri ekki að finna sam­keppn­is­hæfa og öfl­uga alþjóðleg skipa­skrá. Öllum árum yrði að róa að því að fá ís­lensk kaup­skip skráð hér á landi.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að bein­ar tekj­ur rík­is­sjóðs kæmu til vegna tonna­skatts og skrán­ing­ar­gjalda en óbein­ar vegna hliðar­starf­semi sem iðulega fylgdu rekstri alþjóðlegra skipa­skráa og þjón­ustu við þær út­gerðir sem kysu að skrá skip í sín hér á landi. Meðal ann­ars í formi um­sýslu- og viðskipta­kostnaðar vegna rekst­urs skipa og áhafna. Tekið er fram að verka­lýðshreyf­ing­in leggi áherslu á ís­lensk­ir kjara­samn­ing­ar gildi um kjör áhafna.

Tak­markað svig­rúm Íslands vegna EES

Meðal ann­ars hafa ís­lensk kaup­skip verið skráð í Fær­eyj­um en þar þykja aðstæður mjög sam­keppn­is­hæf­ar. Fær­ey­ing­ar hafa getað boðið kaup­skipa­út­gerðum upp á afar hag­stæð kjör ekki síst vegna þess að þeir eru hvorki aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu né Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) og hafa því ekki verið bundn­ir af reglu­verki sam­bands­ins og þeim tak­mörk­un­um sem þar er að finna meðal ann­ars varðandi skattaí­viln­an­ir.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að við mat á því hvort ís­lensk alþjóðleg skipa­skrá sé raun­hæf­ur mögu­leiki verði að líta til þess að ís­lensk fyr­ir­tæki hafi kosið að skrá kaup­skip sín í ríkj­um utan EES og að erfitt gæti reynst að að keppa við þau varðandi íviln­an­ir vegna tak­mark­ana sem Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hafi sett með vís­an í ólög­mæt­an rík­is­stuðning. Eft­ir sem áður megi horfa til Nor­egs sem hafi fengið samþykki frá ESA fyr­ir ákveðnum íviln­un­um.

Fjár­hags­leg­ar for­send­ur hafa úr­slita­áhrif

Enn­frem­ur seg­ir að hafa verið í huga að á end­an­um hafi fjár­hags­leg­ar for­send­ur úr­slita­áhrif þegar skipa­út­gerðir taki ákvörðun um það hvar þau skrái kaup­skip sín og að sam­keppni á milli ríkja á þessu sviði sé mik­il og sé háð sí­felld­um breyt­ing­um. Fyr­ir vikið sé tals­verður hreyf­an­leiki í kerf­inu og skip færð á milli skipa­skráa eft­ir því hver bjóði bestu kjör­in. Bent er á að kaup­skip­um hafi fækkað á liðnum árum á norsku skránni en þjón­ustu­skip­um hins veg­ar fjölgað.

Lagt er til í skýrsl­unni að gild­is­svið nú­gild­andi laga um alþjóðlega skipa­skrá verði út­víkkað þannig að þjón­ustu­skip, olíu­bor­pall­ar og aðrar vinnslu­ein­ing­ar á hafi úti sem og svifnökkv­ar falli und­ir þau líkt og raun­in sé í Nor­egi. Enn­frem­ur þurfi að tryggja sam­keppn­is­hæf­ar íviln­an­ir hér á landi eins og mögu­legt sé inn­an þess ramma sem ESA hafi sett. Þá verði að sjá til þess að þjón­usta, stjórn­sýsla og um­sýsla alþjóðlegr­ar skipa­skrá verði sam­bæri­leg við bestu starfs­hætti er­lend­is.

Frétt­ir mbl.is:

Fær­eyj­ar sam­keppn­is­hæf­ari utan EES

Vilja skrá skip­in á Íslandi

Verður að fá skip­in skráð á Íslandi

Ljós­mynd/​Eim­skip
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert