Selja veðurkerfi í Afríku

Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Belgings
Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Belgings Styrmir Kári

Íslenska hug­vits­fyr­ir­tækið Reikni­stofa í veður­fræði er þessa dag­ana að leggja loka­hönd að senda út fjög­ur veður­spá­kerfi sem munu nýt­ast alþjóðastofn­un og veður­stof­um þriggja Afr­íku­ríkja við veður­spár. Verk­efnið kom óvænt upp fyr­ir síðustu jól og leit þá út fyr­ir að um lítið verk­efni væri að ræða, en síðan þá hef­ur undið tals­vert upp á það og seg­ir Ólaf­ur Rögnvalds­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins að það muni skila 80-90 millj­ón­um.

Reikni­stofa í veður­fræði er hvað þekkt­ast fyr­ir að halda úti vefn­um Belg­ing­ur.is, en þar geta not­end­ur séð veður­spá, ekki ósvipaða því sem er á Ved­ur.is. Þó er bæði mun­ur á spá­kerf­un­um sem og að Belg­ing­ur not­ar þétt­ara reikn­inet en Veður­stof­an. Til viðbót­ar við Belg­ing hef­ur fyr­ir­tækið unnið að SARwe­ather kerf­inu, en þar gefst not­end­um kost­ur á að reikna mjög ná­kvæm­ar staðbundn­ar spár sem ná yfir skemmri og lengri tíma­bil. Þeir pakk­ar sem eru nú seld­ir út eru ein­mitt áfram­hald af því verk­efni, en auk þess að gef­ast kost­ur á að sækja upp­lýs­ing­ar á vefþjóna fyr­ir­tæk­is­ins, geta stofn­an­ir og aðrir kaup­end­ur nú fengið búnaðinn til sín og haldið áfram að þróa spálíkön­in fyr­ir það svæði sem þau vinna á.

Fjög­ur verk­efni í Afr­íku

Ólaf­ur seg­ir að í þess­um áfanga sé um að ræða fjög­ur aðskil­in veður­spá­kerfi sem sé verið að selja. Fyrst sé það pakki sem sé seld­ur til Græn­höfðaeyja og gert er ráð fyr­ir að fari út strax í næstu viku. Þá fari ann­ar til Gín­ea-Bis­sá, sá þriðji til Má­ritíus og fjórði og stærsti pakk­inn til Eþíóp­íu.

Í Eþíóp­íu er það alþjóðastofn­un­in UNECA (Efna­hags­nefnd fyr­ir Afr­íku) sem kaup­ir kerfið, en í hinum ríkj­un­um eru það rík­is­veður­stof­ur viðkom­andi landa. UNECA áform­ar að nýta búnaðinn til að setja upp 7-10 daga veður­spá­kerfi fyr­ir alla Afr­íku, en hinar stofn­an­irn­ar munu hafa spárn­ar mun svæðis­bundn­ari.

Vél­búnaður og hug­búnaður upp­sett­ur til notk­un­ar

Pakk­arn­ir sam­an­standa af bæði vél­búnaði og hug­búnaði sem er upp­sett­ur beint til notk­un­ar þannig að veður­stof­urn­ar fá sjálf­ar ákveðið verk­færi í hend­urn­ar til að gera eig­in veður­spár. Ólaf­ur seg­ir að þetta sé þó alls ekk­ert „black­box“ og á þar við að kerfið sé ekki læst og óbreyt­an­legt, held­ur gefst kaup­end­um tæki­færi á að byggja ofan á spálíkön­in og prófa sig áfram með hvaða líkön virka best á hverj­um stað. „Þetta er ákveðin verk­færak­ista,“ seg­ir hann til að lýsa pakk­an­um bet­ur.

„Maður þekk­ir mann“

En hvernig kom það til að veður­fyr­ir­tæki frá Íslandi færi að selja spá­kerfi til fjöl­margra Afr­íku­ríkja? Ólaf­ur seg­ir að eins og með margt annað þá komi þetta niður á óvænt­um teng­ing­um, „maður þekk­ir mann,“ seg­ir hann.

Rifjar hann upp að fyr­ir nokkr­um árum hafi hann ásamt Loga Ragn­ars­syni, ein­um af höf­und­um spá­kerf­is­ins, farið til Naíróbí í Ken­ía til að ræða sam­vinnu við und­ir­stofn­un Þjálf­un­ar- og rann­sókn­ar­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna, UNOSAT. Þar unnu þeir tvö þró­un­ar- og hönn­un­ar verk­efni fyr­ir stofn­un­ina. Einn af þeim sem sá um þessi verk­efni fyr­ir UNOSAT tók nokkru síðar við yf­ir­manns­stöðu hjá UNECA og Ólaf­ur seg­ir að hann hafi haft sam­band við sig kort­eri fyr­ir jól og spurt hvort fyr­ir­tækið gæti út­vegað þeim til­rauna­kerfi fyr­ir Eþíóp­íu og Ken­ía. Átti það verk­efni aðeins að vera til hálfs árs.

Ég skrúfaði sam­an verk­efna­lýs­ingu og upp úr því æxlaðist að þeir vildu allt kerfið,“ seg­ir Ólaf­ur og að þannig hafi verk­efni sem var aðeins upp á nokkra þúsund­kalla orðið að tæp­lega hundrað millj­óna verk­efni.

Gæti náð til fleiri landa

Sam­hliða því að út­vega vél­búnað og hug­búnað mun fyr­ir­tækið einnig koma að nám­skeiðum og kennslu fyr­ir kerf­in og seg­ir Ólaf­ur að framund­an séu alla­vega fjór­ar ferðir til ríkja í Afr­íku fyr­ir sig. Þá úti­lok­ar hann ekki að verk­efnið muni enn frek­ar stækka, en verk­efnið bygg­ir á því að UNECA er að styðja við þróun í þess­um geira fyr­ir þró­un­ar­ríki í álf­unni sem eru strand- og eyja­ríki. Þannig gæti það einnig náð til Saó Tóme og Prinsípe, Seychell­es­eyja og Kó­mor­eyja.

Erfiðara að spá fyr­ir um veður í Afr­íku en á Íslandi

Aðspurður hvort það sé ekki tvennt ólík­legt að út­búa spá­kerfi fyr­ir heila heims­álfu sem sé þekkt fyr­ir nokkuð hlýtt lofts­lag og svo veðravítið Ísland þar sem lægðir koma helst í hóp­flugi yfir landið seg­ir Ólaf­ur bæði lík­indi og vanda­mál í því sam­bandi. Seg­ir hann þetta að mörgu leyti sama verk­efnið. „Þetta er sami loft­hjúp­ur og slíkt,“ seg­ir hann. Mun­ur­inn fel­ist þó helst í því að í Afr­íku þurfi meira að glíma við mikla upp­hit­un og upp­guf­un, meðan hér á landi fáum við reglu­leg­ar lægðir sunn­an úr höf­um. „Að mörgu leyti er erfiðara að spá fyr­ir um þróun slíkra kerfa en lægðanna hér við land,“ seg­ir hann, en auk þess er heims­álf­an Afr­íka gríðarlega stórt og um­fangs­mikið land með fjöl­breytt lands­lag og veður­kerfi.

Hér má sjá vindaspá SARWeather fyrir Laugaveginn hér á landi. …
Hér má sjá vinda­spá SARWe­ather fyr­ir Lauga­veg­inn hér á landi. Kerfi fyr­ir­tæk­is­ins verður nú nýtt í fjór­um lönd­um í Afr­íku. SARWe­ather
Aðstæður í Gínea-Bissá geta verið talsvert öðruvísi en hér á …
Aðstæður í Gín­ea-Bis­sá geta verið tals­vert öðru­vísi en hér á landi. Mynd/​wikipedia.org
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert