Íbúðalánasjóður hefur selt 1.654 íbúðareignir frá upphafi árs 2014. Þegar mest lét, í lok árs 2013, voru 2.606 íbúðareignir í eigu sjóðsins.
Í dag á hann 1.552 eignir og hefur eignast um 600 íbúðareignir á sama tíma og hann hefur selt 1.654. Í gær kom fram í Morgunblaðinu, að um 2.800 íbúðareignir séu í eigu fjármálastofnana, en þær voru um 3.500 þegar mest var um mitt ár 2013.
Í umfjöllun um mál þetta í blaðinu í dag vekur nokkra athygli að á sama tíma og Íbúðalánasjóður hefur selt um 950 fleiri íbúðir en hann hefur eignast hefur íbúðum í eigu fjármálastofnana einungis fækkað um 700-800 ef miðað er við tölur í hagvísi Seðlabanka Íslands frá júní síðastliðnum.