„Okkur vantar fleiri vinnandi hendur“

Flóttafólk á landamætum Grikklands og Makedóníu.
Flóttafólk á landamætum Grikklands og Makedóníu. AFP

Íslendingar eiga að horfa í auknum mæli til þeirra flóttamanna sem bíða í röðum í flóttamannabúðum frekar en að taka aðeins á móti þeim sem hingað komast á eigin rammleik.

Þetta sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Vikulokunum á Rás 1 nú í morgun. Sagði hún að Ísland gæti gert meira til að bregðast við fjölgun flóttamanna í Evrópu og að ekki væri rétt að horfa á flóttamenn sé vandamál.

„Okkur vantar fleiri vinnandi hendur hér á Íslandi,“ sagði Unnur Brá og spurði hvernig ætti að manna nýjar stöður í ferðaþjónustunni án innflytjenda. Sagði hún mikilvægt að opna landið fyrir sérfræðingum og menntuðu fólki. „Það þarf alltaf einhverja viðurkenningu á að réttindi séu til staðar en okkur vantar ýmsa sérfræðinga og atvinnulífið hefur kvartað yfir því.

Fámennið rök fyrir að taka á móti flóttafólki

Unnur var einn af þremur gestum þáttarins en aðrir gestir voru Ketill Sigurjónsson og Helgi Rafn Gunnarsson þingmaður pírata. Sagði Helgi mikilvægt að setja aðstæður á Íslandi í samhengi við aðstæður flóttafólks.

„Þótt að margir eigi um sárt að binda á Íslandi er ekki verið að sprengja upp hús hér og börn eru ekki að tala við önnur börn um að þau vilji ekki eiga vini af ótta við að missa þá,“ sagði Helgi. Sagði hann misjafnlega tekið á móti flóttamönnum hér á landi og að svokallaðar kvótaflóttamenn sem koma hingað til lands fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna fá betri kost á að taka þátt í samfélaginu.

„Fólk kostar allaf peninga, við erum ekki á móti fleiri barneignum af því að það kostar svo mikinn pening,“ sagði Helgi. Sagði hann flóttafólk, líkt og annað fólk, geta skapað samfélaginu veraldleg gæði að því gefnu að það fái tækifæri til þess að taka þátt í samfélaginu.

„Það sem skiptir mestu máli er að við tökum vel á móti því. Við græðum á fleira fólki og við þurfum fleira fólk (...) fámennið hérna eru rök með því að taka við fleira fólki.“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður pírata. Ljósmynd/Thordur Sveinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka