Sektaðir fyrir að leggja hjá BSÍ

Mikill fjöldi bíla er lagt ólöglega á grasbalanum fyrir framan …
Mikill fjöldi bíla er lagt ólöglega á grasbalanum fyrir framan BSÍ. Ökumenn geta átt von á 10 þúsund króna sekt fyrir athæfið.

Mikill fjöldi ökumanna hefur fengið sekt fyrir að leggja bílum sínum á grasblettinum fyrir framan BSÍ niður í miðbæ Reykjavíkur í dag. Nemur sektin 10 þúsund krónum og sagði viðmælandi mbl.is að um væri að ræða allt að hundrað bíla sem væru núna með sektir.

Erfitt getur reynst að fá stæði nálægt miðbænum þennan dag og hafa margir freistast til að leggja ólöglega á grasbletti sem þennan. Sagði viðmælandinn að honum þætti þó 10 þúsund króna sekt í það hæsta fyrir slík brot og að borgaryfirvöld hefðu mátt láta vita nánar að því að til stæði að sekta bíla í miklum massavís. Þannig hefðu tveir menn staðið vaktina á þessum bletti í kvöld og verið að skrifa sektir á bíla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert