Sortuæxli algengasta krabbamein ungra kvenna

Notkun ljósabekkja hefur verið á undanhaldi hér á landi undanfarin …
Notkun ljósabekkja hefur verið á undanhaldi hér á landi undanfarin ár. Getty Images/iStockphoto

Sortuæxli er vaxandi vandamál hér á landi og algengasta krabbameinið hjá ungum konum og þriðja algengasta hjá körlum. Ár hvert greinast 50 Íslendingar og tíu látast úr sortuæxlum.

Þó að ljósabekkjanotkun sé á undanhaldi hér á landi er þó enn fólk sem fer í ljós. Bein tenging er talin vera milli bruna í húð vegna útfjólublárra geisla sólar og ljósabekkja og sortuæxla.

Lára G. Sigurðardóttir, læknir og fræðslustjóri hjá Krabbameinsfélaginu, hefur áhyggjur af ljósabekkjanotkun Íslendinga og segir í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sláandi að sjá sortuæxli greinast hjá stúlkum allt niður í 15 ára aldur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert