Flugeldarnir dönsuðu um himininn

Um leið og Stuðmenn með Egil Ólafsson í fararbroddi höfðu lokið sér af á stóra sviðinu á Arnarhóli í kvöld, og þar með bundið endahnút á hátíðina hófst flugeldasýningin við mikla hrifningu viðstaddra. Ljósmyndari mbl.is var á svæðinu og náði þessum myndum af sýningunni.

Sýningunni að þessu sinni var stýrt af danshöfundinum Siggu Soffíu í samvinnu við hjálparsveit skáta í Reykjavík. Í október munu svo Íslenski dansflokkurinn og Sigga Soffía í sameiningu endurskapa flugeldasýninguna á stóra sviði Borgarleikhússins undir heitinu Og heimurinn kristallast. 

Yfir 1.000 bombur voru notaðar auk fjölda skotkaka. Skotið var upp frá fimm stöðum í bænum, meðal annars úr nágrenni gamla hafnargarðarins sem kom í ljós á dögunum í Hörpugrunni, ofan af Tollhúsinu og víðar. Fjöldi fólks kom að framkvæmd sýningarinnar. 

Dagskrá menningarnætur var fjölbreytt eins og mbl.is hefur greint frá í dag. Dagurinn hófst með Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þar sem mikið var um fjör. Síðan tók við fjölbreytt dagskrá um alla borg með tónleikum, vöfflubakstri mörkuðum og fleiru. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert