Ölvaður að keyra en aldrei tekið prófið

Lögreglan stöðvaði sex fyrir ölvunar eða fíkniefnaakstur í nótt.
Lögreglan stöðvaði sex fyrir ölvunar eða fíkniefnaakstur í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Talsvert var um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun, en samkvæmt dagbók lögreglunnar voru sex ökumenn stöðvaðir og grunaðir um slíka hegðun. Í Hafnarfirði var ökumaður grunaður um ölvun við akstur og hafa hafa ekið án réttinda. Kemur fram hjá lögreglu að hann hafi aldrei öðlast ökuréttindi.

Öll atvikin áttu sér stað á milli klukkan 5 í morgun og 10 fyrir hádegi. Einn ölvunarakstur var í Austurbænum, akstur undir áhrifum fíkniefna í Breiðholti, tvö tilvik þar sem ökumenn voru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í Árbæ og rétt eftir 9 í morgun var ökumaður stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert