„Sjálfsmorðstilraun stjórnmálamanna“

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Golli

„Þetta er besta sam­fé­lag í heimi. Besta og fal­leg­asta. Þetta er það sam­fé­lag sem ég hef ákveðið að búa í. En þetta er ekki full­komið, það er ým­is­legt sem mætti gera bet­ur,“ seg­ir Kári Stef­áns­son for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar í viðtali á Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

„Ég skil ekki stjórn­mála­menn á Íslandi. Mér þykir vænt um þenn­an hóp en ég skil þá ekki. Ég tel að við eig­um að vera betri við þá, þá kannski stjórna þeir bet­ur. Sem dæmi hafa þeir vannært heil­brigðis­kerfið þótt sá stjórn­mála­maður sem myndi auka fjár­magn í það, yrði vin­sæl­asti stjórn­mála­maður sög­unn­ar.“

„Það er eins og það megi rekja þetta til ein­hvers kon­ar sjálfs­morðstilraun­ar stjórn­mála­manna. 90% þjóðar­inn­ar vildi frek­ar kaupa ný tæki fyr­ir heil­brigðis­kerfið, frek­ar en að bora í gegn­um Vaðlaheiðina.“

Hann viður­kenn­ir að hafa notað aðeins of sterkt tungu­mál í gegn­um tíðina í gagn­rýni sinni á stjórn­mála­menn. „Ég hef notað of sterkt tungu­mál þegar ég ásakaði stjórn­mála­menn um að stuðla að dauða fólks, því það hafa þeir ekki gert. En þeir hafa í klaufa­skap sín­um stuðlað að því að við erum ekki eins vel í stakk búin til að tak­ast á við sjúk­dóma og meiðsli og við hefðum getað verið,“ seg­ir Kári.

„Mér finnst það hafa verið smá vakn­ing í sam­fé­lag­inu um að hlúa bet­ur að heil­brigðis­kerf­inu því að lok­um erum það við sem ber­um ábyrgð á því sem þjóð. Það erum við sem höf­um kosið þetta fólk til að stjórna okk­ur, og suma höf­um við kosið end­ur­tekið.“

Já­eindaskann­inn tákn­mynd og nytja­tæki

Hann seg­ir fjár­fram­lög til heil­brigðis­kerf­is­ins ekki hafa fylgt eft­ir fram­förum í lækna­vís­ind­um. „Lækna­vís­ind­in hafa þró­ast mikið á síðustu árum en við höf­um ekki fylgt því eft­ir. Já­eindaskann­inn er dæmi um tæki sem notað er dag­lega á flest­um sjúkra­hús­um í heim­in­um. Í dag eru alls kon­ar aðferðir til við að tak­ast á við krabba­mein sem greint er snemma með já­eindaskanna, en væri ekki hægt að greina með öðrum hætti.

Aðspurður hvers vegna hann hafi rætt svo mikið um já­eindaskann­ann und­an­far­in ár seg­ir Kári: „Ég hef notað já­eindaskann­ann sem bæði raun­veru­legt dæmi og sem sym­bol um það sem okk­ur vant­ar. Þegar Íslensk erfðagrein­ing gef­ur skann­ann, er það ekki bara tæki held­ur erum við að sýna for­dæmi um það sem hægt er að gera fyr­ir til­tölu­lega lítið fé. Þetta varðar mik­il­væg­an hlut í staðin fyr­ir til dæm­is Vaðlaheiðagöng­in eða kís­il­ver á Bakka.

„Þetta er mikið fé fyr­ir Íslenska erfðagrein­ingu en ekki í sam­hengi við fjár­lög.“

Kári seg­ir síðar að hann hafi haft frum­kvæði af því að ÍE gæfi skann­ann. „Þetta er það sem ég lagði til, ég tók ákvörðun um þetta.“

Við afhendingu jáeindaskannans.
Við af­hend­ingu já­eindaskann­ans. Vil­helm
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert