„Sósíalisti“ útþynnt hugtak í dag

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mbl.is/ Sverrir Vilhelmsson

„Ég hef alla tíð verið sósí­alisti en merk­ing­in er orðin útþynnt í dag. Ég veit ekki hvað það þýðir leng­ur. Ég tel að verðmæta­sköp­un eigi að vera í hönd­um einkaðila, ríkið á ekki að vera í mikl­um rekstri. Ríkið á þó að sjá um margt, meðal ann­ars heil­brigðis­kerfið, al­menn­ings­sam­göng­ur og fleira,“ sagði Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, aðspurður út í stjórn­mála­skoðanir sín­ar í viðtali í út­varpsþætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un.

Spurður út í þá staðreynd að fjár­magn­s­tekju­skatt­ur sé lægri en tekju­skatt­ur sagði Kári: „Ég á í erfiðleik­um með að skilja hvers vegna skatt­ur á eign­ir eigi að vera minni en skatt­ur af vinnu, sér­stak­lega þar sem tekj­ur af eign­um eru tekj­ur sem koma ein­göngu til þeirra sem eiga eign­ir. Rök­semd­in um end­ur­fjárfest­ingu hef­ur verið notuð og að ef fjár­magn­s­tekju­skatt­ur er hækkaður verði það til þess að fólk myndi flytja úr landi. Það er nú þannig að flest­ir þeir sem eiga eitt­hvað hafa þegar flutt úr landi,“ sagði Kári og bæt­ir við:

„Það er líka tími til að velta fyr­ir sér hvernig við tök­um á þeim sem búa á Íslandi og stunda at­vinnu­starf­semi á Íslandi en greiða op­in­ber gjöld sín ann­ars staðar.“

Kári var sjálf­ur á lista yfir hæstu gjald­end­ur op­in­berra gjalda á síðasta ári. Spurður út í eig­in tekj­ur sagði Kári: „Eins og þetta var sett sam­an í blöðunum sem birt eru er verið að blanda sam­an tekj­um sem maður hef­ur af vinnu og við að selja eign­ir. Hjá mér var þetta blanda. Árs­laun­in mín eru ekki 30 millj­ón­ir á mánuði, ég skal lofa því. Þau eru býsna há og miða við laun í banda­rísku sam­fé­lagi en mörgu sinni minni en þessi upp­hæð. Ég er bara launamaður sem fær launaum­slagið sitt um mánaðar­mót.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert