Hætti að tala um hælisleitendur

Innanríkisráðuneytið.
Innanríkisráðuneytið. mbl.is/Eggert

Öll sam­skipti út­lend­inga við ís­lensk stjórn­völd á grund­velli nýrra út­lend­ingalaga munu fara í gegn­um eina stofn­un, Útlend­inga­stofn­un, nái frum­varp til lag­anna fram að ganga. Sama mun gilda um kæru­mál en þau munu öll ber­ast til kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála. Þetta er meðal efn­is nýrra út­lend­ingalaga sem kynnt eru á blaðamanna­fundi í dag en frum­varpið var unnið af þver­póli­tískri þing­manna­nefnd í sam­vinnu við inn­an­rík­is­ráðuneytið.

Mark­miðið með frum­varp­inu er ekki síst að gera lög um út­lend­inga aðgengi­legri og eru ákvæði frum­varps­ins sett fram á ein­fald­ari hátt með orðskýr­ing­um. Sömu­leiðis er hlut­verk stjórn­valda sem sem telgj­ast mála­flokkn­um skil­greind. Enn­frem­ur er stuðlað að sam­ræm­ingu á milli laga um út­lend­inga og laga um at­vinnu­rétt­indi út­lend­inga. Þá er dval­ar­leyf­a­flokk­um breytt og skil­yrði fyr­ir dval­ar­leyf­um ein­földuð meðal ann­ars til þess að koma til móts við at­vinnu­lífið og vinnu­markaðinn og há­skóla- og vís­inda­sam­fé­lagið. Sér­stak­ur kafli snýr að fjöl­skyldusam­ein­ing­um og sér­stök áhersla á rétt­indi barna.

Mót­tökumiðstöð fyr­ir um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd

Kafl­ar um alþjóðlega vernd hafa verið end­ur­skoðaðir í frum­varp­inu og upp­færðir í sam­ræmi við alþjóðlega, evr­ópska og nor­ræna þróun og aukna kröfu um mannúð og skil­virkni í málsmeðferð og þjón­ustu. Lagt er til að hætt verði að nota hug­tök­in hæli og hæl­is­leit­andi. Þess í stað verði talað um alþjóðlega vernd og um­sækj­anda um alþjóðlega vernd. Bætt hef­ur verið við ákvæði um mót­tökumiðstöð fyr­ir um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd og þegar við á út­lend­inga sem komið hafa með ólög­mæt­um hætti til lands­ins og fórn­ar­lömb man­sals með aukna skil­virkni fyr­ir aug­um sem og ör­yggi og hags­muni þeirra sem í hlut eiga.

Þá eru sett­ar tak­mark­an­ir við því hvenær refsa megi um­sækj­end­um um alþjóðlega vernd vegna ólög­mætr­ar komu til Íslands og/​eða fyr­ir að fram­vísa fölsuðum skil­ríkj­um. Kveðið er á um sjálf­stæðan rétt rík­is­fangs­lausra ein­stak­linga til alþjóðlegr­ar vernd­ar. Enn­frem­ur er lagt til að réttaráhrif­um verði sjálf­krafa frestað í öll­um mál­um sem snúa að alþjóðlegri vernd þar sem niðurstaða Útlend­inga­stofn­un­ar hef­ur verið kærð til kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála þar til niðurstaða ligg­ur fyr­ir á æðra stjórn­sýslu­stigi.

Þá hafa helstu íþyngj­andi úrræði sem stjórn­völd geta beitt vegna fram­kvæmda lag­anna verið sett í einn kafla og ákvæði þeirra gerð skýr­ari til þess að tryggja aukið gegn­sæi og réttarör­yggi að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Frum­varpið fel­ur í sér heild­ar­end­ur­skoðun á nú­gild­andi lög­um um út­lend­inga og er stefnt að því að leggja frum­varpið fram á kom­andi haustþingi. Frest­ur til að skila at­huga­semd­um til inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins er til 7. sept­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert