Mikill vatnsleki í Kópavogi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir skömmu vegna mikils vatnsleka við raðhúsalengju að Lundi 60 í Kópavogi. Um er að ræða stíflaðar frárennslislagnir, og flæðir upp úr brunni á svæðinu og í einhverjum tilfellum inn í íbúðahúsnæði.

Verktakar frá Kópavogsbæ og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirlitinu eru einnig á svæðinu, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem leki verður á svæðinu. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu eru aðilarnir á svæðinu þar sem „eitthvað stærra þarf að gerast“ svo hægt sé að koma í veg fyrir leka í framtíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert