„Vefur þeirra sem elska Ísland“

Norðurljósin yfir Kirkjufelli
Norðurljósin yfir Kirkjufelli Ljósmynd/Martin Schulz

Jón Heiðar Þor­steins­son, markaðssér­fræðing­ur hjá Advania, hef­ur und­an­far­in þrjú ár haldið úti ferðabloggsíðunni Stuck in Ice­land, sem hann stofnaði ásamt Sig­urði Fjalari Jóns­syni, vef og markaðsstjóra hjá Iðu fræðslu­setri. Blaðamaður hitti Jón Heiðar í höfuðstöðvum Advania í Guðrún­ar­túni, þar sem hann er á út­opnu að und­ir­búa Hau­stráðstefnu Advania, sem verður í Hörpu 4. sept­em­ber.

„Þetta byrj­ar allt í þessu húsi hér, síðsum­ars 2012. Þá erum við að horfa á skemmti­ferðaskip sigla inn, vænt­an­lega smekk­fullt af fólki. Þá er þessi túrismi að fara af stað og Ísland mjög mikið í tísku,“ seg­ir Jón Heiðar. „Síðan átt­um við kaffispjall um hvernig Ísland er kynnt út á við. Það hef­ur lík­lega breyst svo­lítið, en það er oft sett fram glans­mynd af land­inu. Það er til dæm­is alltaf sól á öll­um gam­aldags kynn­ing­ar­bæk­ling­um. Við Sig­urður höf­um hins veg­ar báðir ferðast dá­lítið um landið og vit­um að það er ekki alltaf þannig,“ seg­ir Jón Heiðar sem held­ur vefn­um úti enn þann dag í dag, en Sig­urður hef­ur dregið sig í hlé sök­um anna.

Hann seg­ir að þeim hafi fund­ist ís­lenskt kynn­ing­ar­efni alltaf fjalla um sömu staðina. Jón Heiðar seg­ir Gullna hring­inn og Bláa lónið auðvitað standa fyr­ir sínu, en það sé bara svo miklu meira í boði. Þeir ákváðu þá að koma á fót Stuck in Ice­land, þar sem þeir skrifuðu í upp­hafi um eig­in upp­lif­an­ir.

„Þess­ir helstu staðir eru auðvitað fín­ir, en það er svo margt annað skemmti­legt í boði. Við vor­um held­ur ekk­ert viss­ir um að ferðamenn hefðu áhuga á bara þessu. Það eru svo marg­ir magnaðir staðir á Íslandi og landið hef­ur ákveðna sér­stöðu í Evr­ópu fyr­ir marg­ar sak­ir,“ seg­ir Jón Heiðar, sem hef­ur ferðast víða um há­lendi Íslands.

Eng­inn rútutúrismi

„Það eru svo marg­ar teg­und­ir til af ferðamönn­um. Ég held að þeir sem fara á Stuck in Ice­land er fólk sem skipu­legg­ur sín­ar ferðir sjálft. Það er eng­inn rútutúrismi, það er fólk sem kannski leig­ir sér bíl og vill sjálft sjá landið allt, en vill ekki láta keyra sig í rútu ein­hvern fyr­ir­fram­gef­inn hring,“ seg­ir Jón Heiðar.

Hann seg­ir nafnið á vefn­um hafa sprottið úr eft­ir­hruns­um­hverf­inu. „Það var grín í gjald­eyr­is­höft­um. Menn voru í raun og veru fast­ir hérna,“ seg­ir hann, en vefn­um var hleypt af stokk­un­um í sept­em­ber 2012. „Þú gast ekki bara selt hús­næðið þitt, farið til út­landa og tekið pen­ing­ana með. Við vor­um því að grín­ast með að þó svo að við vær­um fast­ir hérna á Íslandi þá vild­um við gera okk­ar besta úr því með því að ferðast.“

Þeir hafi því byrjað á því að ferðast sjálf­ir um landið og skrifa um eig­in upp­lif­an­ir. Mjög fljót­lega hafi þeir hins veg­ar orðið var­ir við að síðan fannst nokkuð reglu­lega gegn­um Google, Twitter og Face­book. „Þá fáum við end­ur­gjöf frá fólki. Upp úr þeim sam­ræðum spyrj­um við fólk sem féll fyr­ir land­inu hvort það vilji skrifa um upp­lif­un­ina.“

Á því er ekki vönt­un, því fjölda­marg­ar um­fjall­an­ir um ágæti ís­lenskr­ar nátt­úru og þjóðar hafa birst á Stuck in Ice­land og birt­ast reglu­lega nýj­ar færsl­ur með ör­lát­um nátt­úru­lýs­ing­um og mögnuðum mynd­um eins og þeim sem skreyta þetta viðtal, en þær eru all­ar tekn­ar af fólki sem hef­ur gefið þær Stuck in Ice­land.

Skipu­leggja Íslands­ferðina út frá vefn­um

„Ég reyni bara að hafa þetta mjög ein­falt,“ seg­ir Jón Heiðar. „Á vefn­um áttu bara að finna skemmti­lega hluti að gera á Íslandi eða flotta staði til að upp­lifa, sem er eitt­hvað sem fólk er að leita að.“ Hann seg­ir verk­efni eins og þetta góðan skóla í hvernig koma eigi hlut­um á fram­færi á net­inu, sér­stak­lega á tím­um sam­fé­lags­miðla og sér­sniðinna leit­ar­véla, en svo sé líka mjög gam­an að heyra hvað fólki finnst um landið.

„250 til 300 manns finna vef­inn dag­lega gegn­um leit­ar­vél Google, sem er mjög flott því þá er maður að svara spurn­ing­um. Google geng­ur út á að svara spurn­ing­um. Fólk er að leita að ein­hverju og það finn­ur svör hjá okk­ur.“ Jón Heiðar seg­ir þá oft hafa fengið orðsend­ing­ar frá fólki sem seg­ist hafa skipu­lagt Íslands­ferð sína út frá vefn­um.

Hann seg­ir í sjálfu sér magnað að fólk úti í heimi gefi tíma sinn til að skrifa texta og senda hon­um mynd­ir, sem birt­ist svo á ferðabloggsíðunni.

Vef­ur þeirra sem elska Ísland

Í þessu ligg­ur kannski feg­urðin í vefn­um. Stuck in Ice­land er hliðarbú­grein hjá Jóni Heiðari, sem set­ur tíma sinn í verk­efnið því hann vill sýna heim­in­um hvað landið er fall­legt. „Þetta er vef­ur þeirra sem elska Ísland. Fólk er svo gagn­tekið af land­inu að það vill skrifa um upp­lif­un sína og er hrifið af því að það sé ein­hver maður uppi á Íslandi sem vill birta þetta.“

Hann seg­ir vef­inn hafa undið upp á sig eins og snjó­bolti á und­an­förn­um árum. „Á þess­um þrem­ur árum hafa 163.000 manns sótt vef­inn. Það er mik­ill heiður. Þetta er líka allt svo já­kvætt, sem er svo skemmti­legt. Ísland fær alltaf ein­róma lof. Fólk ber líka lof á hluti sem manni finn­ast hvers­dags­leg­ir, bara eitt­hvað að þvæl­ast í Reykja­vík, fólki finnst það bara æðis­legt, eitt­hvað sem maður tek­ur ekki eft­ir sjálf­ur,“ seg­ir Jón Heiðar.

Meg­um ekki skemma upp­lif­un­ina

„Það sem er al­veg greini­legt af minni upp­lif­un er að fólk kem­ur hingað til að sjá ís­lenska nátt­úru. Það er núm­er eitt, tvö og þrjú. Þess vegna þurf­um við Íslend­ing­ar að passa okk­ur al­veg svaka­lega.“ Hann seg­ir að okk­ur Íslend­ing­um beri skylda til að vernda þessi víðerni sem við erum með og passa að við skemm­um ekki upp­lif­un­ina.

„Við erum á ákveðnum kross­göt­um. Við þurf­um að tak­marka aðgang eða rukka inn á svæði. Ég skil ekki af hverju menn eru svona feimn­ir við slíkt. Ísland er svo verðmætt í huga þeirra sem hingað koma, og það skilj­um við Íslend­ing­ar ekki nógu vel. Við erum ekki nógu dug­leg við að sjá landið okk­ar sem verðmæti, sem er mjög leitt. Við bara sjá­um ekki hvað það er dýr­mætt fyr­ir fólk sem er vant borg­ar­um­hverfi að geta komið hingað, keyrt stutt og er þá komið í til­tölu­lega auðn. Vont veður ger­ir það jafn­vel bara skemmti­legra,“ seg­ir Jón Heiðar.

Hik­ing in Ice­land when the we­ather is shit

Um veðrið á Íslandi seg­ir hann að það sé jafn­vel eitt­hvað sem fólk sæk­ist í. „Ég hef til dæm­ist skrifað tvær færsl­ur á Stuck in Ice­land, Hik­ing in Ice­land when the we­ather is shit, hluta eitt og tvö,“ seg­ir Jón Heiðar, sem gæti út­lagst sem „Á göngu um Ísland í skíta­veðri“ á ís­lensku. „Það eru nokkuð vin­sæl­ar grein­ar. Það er allt í góðu þó að hér sé rign­ing, fólk kem­ur hingað til að fá rign­ingu og rok, sér­stak­lega þegar það hef­ur verið heitt í út­lönd­um. Þá vilja menn bara kæla sig aðeins niður,“ seg­ir Jón Heiðar. Þá sé saga lands­ins fólki mjög hug­leik­in, og nefn­ir minjarn­ar sem fund­ust ný­lega við Lækj­ar­götu sem dæmi, sem og forn­minjarn­ar við Aðalstræti.

„Esj­an virðist líka vekja mikla at­hygli. Ég skrifaði grein um Esj­una og það er sú sem er sýni­leg­ust á leit­ar­vél­um, fjall sem okk­ur finnst nauðaó­merki­legt.“ Ganga upp Esj­una sé hins veg­ar þægi­leg flest­um og mikið út­sýni sé þegar komið er á topp­inn. „Hún er al­veg fjár­sjóður, eitt­hvað sem okk­ur finnst hvers­dags­leg­ast í heimi. Ég ímynda mér að fullt af fólki gangi á Esj­una því það les þessa grein hjá okk­ur.“

Allt snýst þetta um magn­töl­ur

Meðan á spjalli okk­ar stend­ur verður ljóst að Jón Heiðar hef­ur sterk­ar skoðanir á því hvernig ferðamanna­landið Ísland eigi að þró­ast. Það þurfi til dæm­is að sjá landið dá­lítið með aug­um ferðamanns­ins og ganga vel um landið. „Tengdapabbi minn seg­ir mér frá því þegar hann var ung­ur maður þá ólst hann upp við frétt­ir af því hversu mörg tonn af fiski komu á land. Allt snér­ist þetta um magn. Þegar hann varð eldri byrjaði hann að heyra í út­varp­inu talað um vísi­töl­ur, magn­töl­ur, Nikk­ei og Dow Jo­nes og þannig. Svo heyr­ist þetta ekki meira,“ seg­ir Jón Heiðar.

„Núna er talað um fjölda ferðamanna. Við töl­um um fjölda, en mjög lítið um arðsemi og hvað ferðamenn upp­lifa. Hingað til hef­ur okk­ur gengið vel með þetta, en ef við ætl­um að gera þetta til framtíðar - sem ég held að við eig­um að gera, þetta er frá­bær viðbót við at­vinnu­lífið - þá þurf­um við að hugsa um arðsemi og gæði,“ bæt­ir hann við.

„Það er fá­rán­legt að við tak­mörk­um ekki aðgang að viðkvæm­ustu svæðunum eða rukk­um inn. Þetta er gert allsstaðar ann­arsstaðar og þykir ekk­ert mál. Við verðum bara að horfa á þetta sem verðmæti sem við þurf­um að passa upp á og helst auka til framtíðar. Ég er ekki með töfra­lausn­ir um hvernig það er gert en það þarf að finna leið og þessi at­vinnu­veg­ur á að bera sig eins og hvað annað,“ seg­ir Jón Heiðar.

Jón Heiðar Þorsteinsson.
Jón Heiðar Þor­steins­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Ljós­mynd/​Mart­in Schulz
Jökulsárlón. Glampinn í bakgrunni er frá eldgosinu í Holuhrauni.
Jök­uls­ár­lón. Glamp­inn í bak­grunni er frá eld­gos­inu í Holu­hrauni. Ljós­mynd/​Mart­in Schulz
Ljós­mynd/​Stan Klasz
Ljós­mynd/​Michel Hamm­ann
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka