Japönsk heimildarmynd sem tekin var upp á Íslandi verður frumsýnd í kvöld á sjónvarpsstöð japanska ríkissjónvarpsins.
Er það 90 mínútna löng vísindaleg heimildarmynd um fossa á Íslandi, en framleiðendur hennar vildu skoða sérstaklega samband eldgosa, jökla og „ótrúlegra fossa“.
Fámennur hópur framleiðenda og þáttagerðarmanna kom hingað til lands í mars sl. til að kynna sér aðstæður og hitti sérfræðinga á sviði jökla. Þeir sneru aftur til Íslands í júlí til þess að mynda jökla og fossa, meðal annars Morsárfoss, en tökuliðið ferðaðist um landið á bílum, jeppum og þyrlu.