Vandinn er verðtryggingin

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins.
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það get­ur ekki verið mark­mið að hafa hér háa vexti. Ráðast svo í aðgerðir til að hindra það að spá­kaup­menn sigli hingað með gull í von um mik­inn skyndi­gróða líkt og Seðlabank­inn kynnti í síðustu viku. Það þarf að ráðast að rót­um vand­ans. Vand­inn er m.a. verðtrygg­ing­in,“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á vefsíðu sinni í kjöl­far stýri­vaxta­hækk­un­ar Seðlabanka Íslands í síðustu viku.

„Efna­hags­stjórn­in virk­ar ekki sem skyldi þegar við búum við verðtrygg­ingu skulda. Það er sama hvað stýri­vext­ir eru hækkaðir mikið, þegar við deil­um hækk­un­inni á all­an láns­tím­ann líkt og gert er í dag þá hef­ur hún til skamms tíma lít­il sem eng­in áhrif. Þetta var m.a. ástæða þess að við náðum ekki að kæla hag­kerfið þegar á þurfti að halda fyr­ir hrunið,“ seg­ir þingmaður­inn enn­frem­ur. Hann seg­ir ljóst að end­ur­skoða þurfi pen­inga­stefnu Íslands og að ótrú­legt sé að það skuli ekki hafa verið gert strax eft­ir fall viðskipta­bank­anna.

Ástæða þess seg­ir Ásmund­ur vænt­an­lega þá að fyrri rík­is­stjórn hafi talið að evr­an myndi leysa all­an vanda Íslands og fyr­ir vikið þyrfti ekk­ert að skoða pen­inga­stefnu lands­ins. Þannig mætti bæði lækka vexti og af­nema fjár­magns­höft­in. Staðreynd­in sé hins veg­ar sú að vext­ir séu breyti­leg­ir inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Þegar nú­ver­andi rík­is­stjórn hafi síðan kynnt áætl­un um af­nám haft­anna hafi þeir sem talað hafi fyr­ir inn­göngu í sam­bandið til þess að af­nema þau verið fljót­ir að flýja fyrri mál­flutn­ing sinn.

Ásmund­ur seg­ir að krón­an sé ekki vanda­málið frek­ar en að lausn­in fel­ist í evr­unni. „Rót vand­ans varðandi háu vext­ina er heima­til­bú­inn og eðli­leg­ast hefði verið að umræða yrði tek­in eft­ir efna­hags­hrunið. Það þarf strax að hefjast lausnamiðuð umræða án upp­hróp­anna um þessi mál. Það er grunn­ur þess að við þá náum að vinda ofan af þessu sér­ís­lenska vanda­máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert