Vill þak á hækkun lána

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég ætla að leggja fram frumvarp við upphaf þings sem mun setja strax þak á hve mikið verðtryggð og óverðtryggð húsnæðislán megi hækka ef nýtt hrun á sér stað. Skil ekki af hverju það var ekki gert strax eftir hrun.“

Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, á Facebook-síðu sinni.

„Því miður var nákvæmlega enginn lærdómur dreginn af hruninu hérlendis sem og erlendis og við búum enn við mjög háskalegt bankaumhverfi þar sem almenningur getur litla björg sér veitt þegar annað fjármálahrun brestur á. Það er hluti af reiknilíkani núverandi fjármálakerfa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert