Snerist aldrei um að verða formaður

Heiða Kristín Helgadóttir.
Heiða Kristín Helgadóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, varaþingmaður Bjartr­ar framtíðar, hef­ur sagst treysta sér full­kom­lega til þess að bjóða sig fram til for­mennsku í flokkn­um. Hún hef­ur hins­veg­ar tekið ákvörðun um að gera það ekki.

Það vakti nokkra at­hygli fyrr í mánuðinum þegar að Heiða gagn­rýndi for­ystu Bjartr­ar framtíðar. Flokk­ur­inn hef­ur að und­an­förnu tapað miklu fylgi í skoðana­könn­un­um og gagn­rýndi Heiða flokks­for­yst­una harðlega og sagði að gera þyrfti eitt­hvað í mál­inu. Hún sagðist þá jafn­framt ef­ast um að hún myndi taka sæti Bjart­ar Ólafs­dótt­ur á þingi í vet­ur. Það breytt­ist þó þegar Guðmund­ur Stein­gríms­son, formaður Bjartr­ar framtíðar, greindi frá því að hann myndi ekki bjóða sig fram á ný í for­mann­sembættið. Þá staðfesti Heiða að hún myndi taka þing­sæti Bjart­ar í haust en í morg­un greindi Heiða frá því á Face­book og Twitter að hún myndi ekki bjóða sig fram til for­manns. 

Flokk­ur­inn vaknaði til lífs­ins

„Ég hef verið að velta þessu fyr­ir mér og það að verða formaður var ekki það sem ég lagði upp með þegar ég ákvað að hafa orð á hvað mér fannst um stöðuna í flokkn­um. Svo hef­ur þetta þró­ast í ein­hverja átt. Þegar ég hef verið spurð hef ég sagst treysta mér til þess að vera formaður, ég var formaður í þess­um flokki í ákveðinn lang­an tíma,“ seg­ir Heiða í sam­tali við mbl.is.

„Ég treysti mér full­kom­lega til að gera þetta en það að verða formaður hef­ur ekki verið aðal­atriðið fyr­ir mér. Það er held­ur ekki það sem þetta hef­ur snú­ist um held­ur meira að finna fyr­ir því að flokk­ur­inn vaknaði aðeins til lífs­ins.“

Aðspurð hvort að um­mæli henn­ar fyrr í mánuðinum hafi mögu­lega verið ákveðið spark í rass­inn fyr­ir for­ystu Bjartr­ar framtíðar seg­ir Heiða það ekki úti­lokað. „Já þetta var kannski hugsað þannig. Ég finn fyr­ir því að þetta hef­ur haft áhrif og ég er ánægð með það.“

Mun halda borg­ar­sjón­ar­miðum á lofti

Eins og áður hef­ur komið fram mun Heiða taka þing­sæti Bjart­ar Ólafs­dótt­ur í haust en Björt fer í fæðing­ar­or­lof í haust. Heiða seg­ist spennt fyr­ir kom­andi vetri á þingi og ætl­ar hún að halda borg­ar­sjón­ar­miðum á lofti í þingsal.

„Ég lít á það sem skyldu mína vegna þess að ég er þingmaður Reyk­vík­inga. Það þýðir samt ekki að ég muni loka eyr­un­um fyr­ir öll­um öðrum í land­inu.“ Heiðu finnst oft lítið talað um höfuðborg­ina og höfuðborg­ar­svæðið á þingi og mik­il­vægi þess.„ Það er mjög mik­il­vægt að halda því á lofti,“ seg­ir hún og bend­ir á að ræða þurfi sam­göng­ur, byggðarþróun og skipu­lags­mál höfuðborg­ar­inn­ar á þingi. „Þetta eru mjög stór­ir hlut­ir sem þarf að ræða. Mál­efni utang­arðsfólks eru mér einnig mjög hjart­fólg­in og ýmis vel­ferðar­mál sem verða oft til í borg­um þar sem meira af fólki er sam­an­komið. Til dæm­is finnst mér skipta mjög miklu máli hvernig við tök­um á móti inn­flytj­end­um. Það er eitt­hvað sem ég held að sé mik­il­vægt fyr­ir landið allt, ekki síst höfuðborg­ar­svæðið.“

Fyrri frétt­ir mbl.is:

Heiða Krist­ín býður sig ekki fram

Nauðsyn­leg hreins­un átti sér stað

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert