15 ára, rammvilltur og hræddur

Hekla.
Hekla. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Pilt­ur­inn sem er villt­ur á Heklu er 15 ára gam­all. Að sögn Svans Sæv­ars Lárus­son­ar hjá svæðis­stjórn björg­un­ar­sveita er hann hrædd­ur, en hann hef­ur verið á göngu á fjall­inu frá því um kl. 12 í dag.

mbl.is hafði eft­ir til­kynn­ingu frá Lands­björg fyrr í kvöld að pilt­ur­inn hefði orðið viðskila við föður sinn er þeir gengu á fjallið. Hið rétta er að pilt­ur­inn lagði á Heklu ásamt móður sinni og syst­ur, en faðir hans beið í bif­reið fjöl­skyld­unn­ar.

Pilt­ur­inn gekk nokkuð greiðar en móðir sín og syst­ir og varð viðskila við þær um kl. 14. Þær náðu toppn­um, en ekki er vitað hvort hann fór alla leið.

Tíu manns eru við leit á fjall­inu eins og stend­ur en von er á björg­un­ar­sveit­um úr Árnes­sýslu, hunda­sveit úr bæn­um og þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Veður er ágætt á svæðinu, hiti 10 stig, en dökk skýjar­hula yfir, sem hef­ur þokast neðar.

Svan­ur var tvisvar í síma­sam­bandi við pilt­inn í dag og þá fóru þó nokk­ur sms þeirra á milli, en pilt­ur­inn talaði um að hann væri að verða raf­magns­laus. Hann er ramm­vilt­ur að sögn Svans og gat ekki gefið lýs­ingu á um­hverfi sínu þannig að gagnaðist við leit.

Í síðustu sam­skipt­um við hann var hon­um ráðlagt að halda kyrru fyr­ir.

Upp­fært 23:12: Dreng­ur­inn er fund­inn

Frétt mbl.is: Maður villt­ur á Heklu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert