Hjólastígur á Seltjarnarnesi löngu tímabær

Enginn sérstakur hjólastígur er á Seltjarnarnesi. Bætt verður úr því.
Enginn sérstakur hjólastígur er á Seltjarnarnesi. Bætt verður úr því. Ómar Óskarsson

Gert er ráð fyr­ir því að fram­kvæmd­ir við hjóla­stíg í kring­um Seltjarn­ar­nes hefj­ist á næst­unni. Mik­il um­ferð hjólandi og gang­andi manna er um nesið og hef­ur skap­ast umræða um óör­yggi sem því fylg­ir að ekki sé sér­stak­ur hjóla­stíg­ur til staðar.

„Við erum búin að láta hanna og kostnaðargreina tvö­föld­un á hjóla­stíg við bæj­ar­mörk­in á Norður­strönd við Eiðis­torg, allt út að Snoppu, áfram yfir rifið meðfram Seltjörn­inni, yfir að golf­vell­in­um og svo áfram Suður­strönd­ina al­veg út að Nes­vegi,“ seg­ir Bjarni Torfi Álfþórs­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Seltjarn­ar­ness og formaður skipu­lags­nefnd­ar í sam­tali við mbl.is. Aðspurður hvort að hring­ur­inn í kring­um Seltjarn­ar­nes sé ekki vin­sæll meðal hjólareiða- og göngu­fólks svar­ar Bjarni því ját­andi. „Þetta er mjög vin­sæll hring­ur, þetta er bara „Hring­ur­inn“ með stóru H-i,“ seg­ir Bjarni og hlær.

Hann seg­ir að lagn­ing hjóla­stígs­ins sé bæði stórt og dýrt verk­efni. Fram­kvæmd­in er ekki flók­in en tek­ur hins­veg­ar tíma. „Við von­umst til þess að geta gert þetta í þrem­ur áföng­um. Fyrsti áfangi yrði þá frá Eiðis­torgi og út að Gróttu og ann­ar frá Gróttu og að golf­vell­in­um. Von­andi get­um við byrjað fljót­lega í haust.“

Ekki hægt að stjórna hraðanum

Umræða um hjól­reiðar á nes­inu hafa mynd­ast til dæm­is á Face­book síðu íbúa Seltjarn­ar­ness. Þar voru hjól­reiðamenn m.a. gagn­rýnd­ir fyr­ir að hjóla of hratt fram úr göngu­fólki án þess að nota bjöllu. Bjarni viður­kenn­ir að hjóla­stíg­ur­inn sé löngu tíma­bær.

„Á vor­dög­um var feng­inn lands­lags­arki­tekt til þess að hanna stíg­inn og gera kostnaðaráætl­un. Við erum al­veg á tán­um í þessu þó við get­um viður­kennt að við hefðum viljað vera kom­in lengra. Það hef­ur átt sér stað al­gjör spreng­ing í hjól­reiðum. Það er al­veg feiki­mik­il um­ferð þarna af gang­andi og hjólandi fólki sem þurfa að eiga sam­leið á þess­um þrönga stíg og það seg­ir sig sjálft að það geng­ur illa upp,“ seg­ir Bjarni og bæt­ir við að lítið sé hægt að gera til þess að fá ákveðna hjóla­menn til þess að minnka hraðann og nota bjöllu. „Það er lagt upp með því að fólk noti bjöll­una. Menn vilja auðvitað vera góðir full­trú­ar hjólandi manna en við get­um ekki stjórnað hraðanum. Ég veit ekki hvað hægt er að gera með það nema að höfða til sam­visku hvers og eins,“ seg­ir hann.

Mun standa sína plikt

Bjarni seg­ir að straum­ur úti­vistar­fólks að svæðum á Seltjarn­ar­nesi eins og Gróttu sé mik­ill, bæði sum­ar og vet­ur. „Það er eig­in­lega enda­laus straum­ur að Gróttu til dæm­is. Á sumr­in kem­ur fólk til að sjá sól­setrið en svo kem­ur sami fjöldi á vet­urna að sjá norður­ljós­in.“ Bjarni seg­ir það aug­ljóst að þörf sé á hjóla­stíg­um á nes­inu.

„Þörf­in er mjög knýj­andi og við vit­um það al­veg. Við erum full­kom­lega meðvituð um umræðuna, ég hef bæði fylgst með á Face­book og svo er ég sjálf­ur í þessu hjólaum­hverfi og þekki þetta al­veg. Í umræðunni hef­ur aðeins verið að skjóta á mig og ég ætla að standa mína plikt.“

Bjarni Torfi Álfþórsson, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness og formaður skipulagsnefndar.
Bjarni Torfi Álfþórs­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Seltjarn­ar­ness og formaður skipu­lags­nefnd­ar.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert