Von á fjórum dönskum orrustuþotum

Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og …
Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. mbl.is/Þórður

Danski flugherinn tekur við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland nk. mánudag. Alls munu um 60 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-16 orrustuþotur. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 2. - 4. september.

Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Ráðgert er að verkefninu ljúki 2. október. Verkefnið er framkvæmt af Landhelgisgæslu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka