Svipuð uppákoma fyrir fjórum árum

Mehdi Kavyanpoor í haldi lögreglumanna við húsi Rauða kross Íslands …
Mehdi Kavyanpoor í haldi lögreglumanna við húsi Rauða kross Íslands í maí 2011. mbl.is/Júlíus

Uppá­kom­an í höfuðstöðvum Rauða kross­ins í Efsta­leiti í dag þegar skjól­stæðing­ur stofn­un­ar­inn­ar hellti yfir sig eld­fim­um vökva vek­ur upp minn­ing­ar um keim­lík­an at­b­urð í maí árið 2011. Þá hellti ír­ansk­ur hæl­is­leit­andi yfir sig bens­íni og hótaði að kveikja í sér.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er maður­inn sem lög­regl­an yf­ir­bugaði í hús­næði Rauða kross­ins í dag einnig Írani. Hann hafi dvalið á land­inu í um hálft ár. Upp­lýs­inga­full­trúi Rauða kross­ins hef­ur sagt að hann sé skjól­stæðing­ur hjálp­ar­stofn­un­ar­inn­ar.

Það var að morgni dags 6. maí árið 2011 sem Mehdi Kavy­an­poor, 53 ára gam­all ír­ansk­ur hæl­is­leit­andi réðist inn á skrif­stof­ur Rauða kross­ins með tvo bens­ín­brúsa og hellti inni­haldi þeirra yfir sig. Hótaði hann að kveikja í sér með tveim­ur kveikj­ur­um. Á þriðja tug lög­reglu-, slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna tóku þátt í aðgerðum á vett­vangi.

Bens­ín fór á starfs­menn Rauða kross­ins sem reyndu að fá Kavy­an­poor ofan af áætl­un sinni og sagði yf­ir­maður aðgerða lög­reglu á staðnum að mik­il hætta hafi mynd­ast þar sem bens­ín­poll­ur hafði mynd­ast á gólf­inu og mett­un bens­íns­ins orðin mik­il.

Full­trú­ar Rauða kross­ins sögðu þó að Kavy­an­poor hefði lagt hart að starfs­mönn­um stofn­un­ar­inn­ar að halda sig fjarri hon­um. Það hafi greini­lega ekki vakað fyr­ir hon­um að skaða aðra, hvað sem hefði gerst ef hann hefði borið eld að föt­um sín­um.

Sprautað var á Kavy­an­poor úr dufts­lökkvi­tæki til að koma í veg fyr­ir að hann næði að kveikja í sér, en hann var þá á ann­arri hæð húss­ins. Hann var svo hand­tek­inn og úr­sk­urðaður í heil­brigðis­vist­un í kjöl­farið. Hann var ekki ákærður vegna at­viks­ins.

Fékk rík­is­borg­ara­rétt í des­em­ber 2011

Kavy­an­poor kom til lands­ins í fe­brú­ar árið 2005 og óskaði eft­ir hæli og dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum. Útlend­inga­stofn­un synjaði þeirri ósk árið 2007 og dóms- og kirkju­málaráðuneytið staðfesti þá niður­stöðu í októ­ber 2008. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur staðfesti ákvörðun­ina í júlí 2009 og Hæstirétt­ur í októ­ber 2010.

Með hót­un­inni um að kveikja í sér vildi Kavy­an­poor mót­mæla hversu lang­an tíma meðferð um­sókn­ar hans um hæli tæki. Helga Vala Helga­dótt­ur, lögmaður hans, sagði að hún hefði látið Rauða kross­inn og lög­regl­una vita af því áður en at­vikið átti sér stað að and­legt ástand hans væri afar slæmt og að hann gæti gripið til örþrifaráða. Gagn­rýndi hún harðlega hversu hægt hefði gengið að fara yfir um­sókn hans um dval­ar­leyfi.

Mál Kavy­an­poor fékk þó far­sæl­an endi þar sem hann fékk dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum og síðar ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt.

Fyrri frétt­ir mbl.is:

Mik­il hætta skapaðist

Hafði sótt um dval­ar­leyfi á grund­velli nýrra laga

Viðbúnaður hjá Útlend­inga­stofn­un

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert