Harriet fær loks vegabréf

Samkvæmt úrskurði innanríkisráðuneytisins var Þjóðskrá óheimilt að synja ellefu ára gamalli stúlku, Harriet Cardew, um vegabréf á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd.

Frétt mbl.is: Kærðu synjun á nafninu Harriet

Í frétt Vísis um málið segir að ráðuneytið hafi kveðið upp úrskurð sinn 12. ágúst, ári eftir að foreldrar stúlkunnar kærðu ákvörðun Þjóðskrár. Í fréttinni kemur ennfremur fram að samkvæmt útskurðinum beri stofnuninni nú að skrá nafn Harrietar í þjóðskrá og að gefa út vegabréf með nafni hennar. 

Í úrskurði innanríkisráðuneytisins segir, samkvæmt frétt Vísis, að foreldrunum hafi verið heimilt að nefna hana erlendu nafni þar sem þeir séu báðir erlendir ríkisborgarar.

Mál Harrietar vakti töluverða athygli í fyrra og var m.a. fjallað um að í erlendum fjölmiðlum. 

Frétt mbl.is: Guardian fjallar um málið Harriet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert