Kallar saman viðbragðshóp

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Kristinn Ingvarsson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra hef­ur óskað eft­ir því að kallaður verði sam­an hóp­ur ráðuneyt­is­stjóra og full­trúa viðeig­andi stofn­anna til að fara yfir þá stöðu sem skap­ast hef­ur á Sigluf­irði og Ólafs­firði vegna óvenju mik­ill­ar rign­ing­ar und­an­farna daga.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

Þar seg­ir að rign­ing­arn­ar hafi m.a. valdið vatns- og aur­flóðum á svæðinu. Hópn­um sé ætlað að meta hvernig bregðast megi við, meðal ann­ars í sam­ráði við bæj­ar­yf­ir­völd í Fjalla­byggð.

„Þarna hafa átt sér stað mjög óvenju­leg­ir at­b­urðir. Nauðsyn­legt er að bregðast skjótt við, fara yfir stöðuna með okk­ar lyk­il­stofn­un­um og meta hugs­an­leg viðbrögð. Það mun­um við gera í góðri sam­vinnu við heima­menn,“ er haft eft­ir for­sæt­is­ráðherra í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert