Strætó í öngstræti

Stjórnendur Strætó segja að erfitt sé að meta á þessu …
Stjórnendur Strætó segja að erfitt sé að meta á þessu stigi hvað svona aðgerðir myndu þýða í fjárhæðum, en til dæmis muni 5% launahækkun þýða. Ljóst sé að ef hægt væri að manna allar stöður þá myndi yfirvinna lækka verulega. mbl.is/Golli

„Það er ljóst að vinnu­álag á nú­ver­andi vagn­stjóra er of mikið og erfitt að reka al­menn­ings­sam­göngu­kerfi á vel­vild og fórn­fýsi vagn­stjóra og aðeins tímaspurs­mál hvenær við get­um ekki mannað all­ar vakt­ir,“ seg­ir í minn­is­blaði Strætó vegna mannauðsmá­la. 

Minn­is­blaðið var sent fyrr í þess­um mánuði til sveit­ar­fé­lag­anna sex sem eiga Strætó bs., en það eru Reykja­vík, Kópa­vog­ur, Garðabær, Hafn­ar­fjörður, Seltjarn­ar­nes og Mos­fells­bær.

Fram­kvæmda­stjóri og fjár­mála­stjóri Strætó segja í minn­is­blaðinu, að á und­an­förn­um árum hafi Strætó farið hallloka í sam­keppni um öku­menn með meira­próf. Því sé lagt til að auk­inn kraft­ur verði sett­ur í að hefja vagn­stjóra­starfið til hærri met­orða þannig að auðvelt verði að ná í góða öku­menn.

„Mik­il sam­keppni er um öku­menn með meira­próf og hef­ur aukn­ing er­lendra ferðamanna þar mik­il áhrif á, en einnig hef­ur tíðni ferða verið auk­in í al­menn­ings­sam­göng­um í sam­ræmi við sam­komu­lag rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu.“

Bent er á, að und­an­far­in ár hafi þurft að manna marg­ar stöður með yf­ir­vinnu, sem sé dýrt, óhag­kvæmt og auki hættu á slys­um.

„Staðan í sum­ar hef­ur verið með versta móti og vantaði á milli 50 til 60 stöðugildi til að hægt væri að manna all­ar vakt­ir. Þetta var leyst með því að öku­menn unnu í sum­ar­fríi, tóku að sér auka­vakt­ir og öku­menn voru fengn­ir að láni frá verk­stök­um,“ seg­ir í minn­is­blaðinu. 

Stjórn­end­ur Strætó leggja til að gripið verði til sér­tækra aðgerða. M.a. að ráða öku­menn í gegn­um starfs­manna­leig­ur og hefja vagn­stóra­starfið upp á hærri stall, gera það eft­ir­sókn­ar­verðara. Þetta þýði að breyta þyrfti launa­kjör­um, þjálf­un o.fl. þátt­um og gera allt starfs­um­hverfi þeirra eft­ir­sókn­ar­verðara.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert