Þrjár brúnhænur fóru illa út úr því þegar hundur slapp úr bifreið eiganda síns um kl. 18 í gær, fór inn í nálægan garð og réðist á hænurnar. Atvikið átti sér stað á svæði lögreglunnar í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi. Lögreglu var ekki kunnugt um hvort aflífa þurfti hænurnar.
Um kl. 22 hafði lögregla á sama svæði afskipti af ökumanni á Arnarnesvegi. Hann hefur verið kærður fyrir vörslu fíkniefna og framvísaði ætluðum fíkniefnum sem hann hafði í bifreiðinni. Lögregla fór heim til mannsins þar sem hún fann einnig ætluð fíkniefni.