Hundur réðist á hænur

mbl.is

Þrjár brún­hæn­ur fóru illa út úr því þegar hund­ur slapp úr bif­reið eig­anda síns um kl. 18 í gær, fór inn í ná­læg­an garð og réðist á hæn­urn­ar. At­vikið átti sér stað á svæði lög­regl­unn­ar í Hafnar­f­irði, Garðabæ og Álfta­nesi. Lög­reglu var ekki kunn­ugt um hvort af­lífa þurfti hæn­urn­ar.

Um kl. 22 hafði lög­regla á sama svæði af­skipti af öku­manni á Arn­ar­nes­vegi. Hann hef­ur verið kærður fyr­ir vörslu fíkni­efna og fram­vísaði ætluðum fíkni­efn­um sem hann hafði í bif­reiðinni. Lög­regla fór heim til manns­ins þar sem hún fann einnig ætluð fíkni­efni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert