Björt framtíð skorar á stjórnvöld að endurskoða tafalaust fyrirætlaðar aðgerðir varðandi móttöku flóttafólks oog auka fjölda þeirra sem hingað koma til mikilla muna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu flokksins sem birt var á Facebook í dag.
Guðmundur Steingrímsson, fráfarandi formaður Bjartrar framtíðar, hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook og segir Íslendinga þurfa að sýna ábyrgð.