Fleiri á móti í sex ár

Fleiri hafa verið and­víg­ir inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið en hlynnt­ir sam­kvæmt niður­stöðum allra skoðanakann­ana sem birt­ar hafa verið hér á landi und­an­far­in sex ár óháð því hvaða fyr­ir­tæki hef­ur fram­kvæmt kann­an­irn­ar.

Síðasta skoðana­könn­un um af­stöðu lands­manna til inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið var birt um miðjan þenn­an mánuð. Könn­un­in var gerð af Gallup dag­ana 16.-27. júlí og reynd­ust 50,1% and­víg inn­göngu í sam­bandið en 34,2% henni hlynnt. Ef aðeins er miðað við þá sem tóku af­stöðu með eða á móti var staðan 59,4% and­víg en 40,6% hlynnt.

Fyrst eft­ir fall viðskipta­bank­anna þriggja haustið 2008 mæld­ist meiri­hluti fyr­ir því að gengið yrði í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt skoðana­könn­un­um. Stuðning­ur­inn fór hins veg­ar minnk­andi þegar leið að ára­mót­um og í byrj­un árs 2009 voru fylk­ing­ar þeirra sem studdu inn­göngu í sam­bandið og lögðust gegn henni orðnar nær hníf­jafn­ar. Þannig var raun­in einnig um vorið sama ár.

Mun­ur­inn á fylk­ing­un­um auk­ist á þessu ári

Staðan breytt­ist síðan enn frek­ar um sum­arið þegar rætt var á Alþingi um fyr­ir­hugaða um­sókn um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Þannig voru birt­ar niður­stöður skoðana­könn­un­ar Gallup í byrj­un ág­úst 2009 sem gerð var 16. - 27. júlí og sýndi 48,5% and­víg inn­göngu í sam­bandið en 34,7% henni hlynnt. Sé aðeins miðað við þá sem tóku af­stöðu með eða á móti voru 58,3% and­víg og 41,7% hlynnt.

Frá þeim tíma hafa niður­stöður allra skoðanakann­ana sem birt­ar hafa verið sýnt meiri­hluta gegn inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Bilið á milli fylk­ing­ar hef­ur þó verið mis­mikið. Þegar það var hvað mest voru yfir 70% and­víg inn­göngu í sam­bandið ef aðeins er miðað við þá sem tekið hafa af­stöðu með eða á móti. Mun­ur­inn á fylk­ing­un­um minnkaði í kjöl­far þess að málið var tekið af dag­skrá af nú­ver­andi rík­is­stjórn vorið 2013 en hef­ur á þessu ári auk­ist nokkuð á ný.

Fróðlegt er að bera þróun mála hér sam­an við Nor­eg en þar í landi hef­ur meiri­hluti verið gegn inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið í öll­um skoðana­könn­un­um sem gerðar hafa verið und­an­far­in ára­tug eða frá ár­inu 2005. Fyr­ir neðan má sjá línu­rit með helstu skoðana­könn­un­um sem birt­ar hafa verið frá því í ág­úst 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka