„Fólk verslar í auknum mæli í útlöndum“

Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu.

Icelanda­ir býður tösk­ur að gjöf og „frí­an“ flutn­ing á þeim til lands­ins úr versl­un­ar­ferðum í Banda­ríkj­un­um. Kem­ur þessi aug­lýs­ing stuttu eft­ir að Dóra Sif Inga­dótt­ir, kaupmaður  í barnafata­versl­un­inni Bíumb­í­um, gagn­rýn­ir flug­fé­lagið fyr­ir hraðtil­boð sín til rómaðra versl­un­ar­borga.

„Þetta er í hnot­skurn það sem versl­un­in stend­ur frammi fyr­ir og við höf­um verið að benda á. Versl­un á fatnaði og skóm hér á landi hef­ur minnkað um rúm­lega 10% á einu ári. Það er vegna þess að fólk versl­ar í aukn­um mæli í út­lönd­um og Icelanda­ir er að höfða til þess,“ seg­ir Mar­grét Sand­ers, formaður Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, við mbl.is.

Mar­grét seg­ist fagna niður­fell­ingu tolla á fatnaði og skóm sem tek­ur gildi 1. janú­ar næst­kom­andi. Meira þurfi þó að gera til að gera versl­un hér á landi sam­keppn­is­hæfa við mörg önn­ur lönd. „Við velt­um því fyr­ir okk­ur hvort það sé nóg og höf­um verið að óska eft­ir að virðis­auka­skatt­ur verði lækkaður niður í 11%. Í Banda­ríkj­un­um er meðal virðis­auka­skatt­ur í kring­um 7% og það er það sam­keppn­is­um­hverfi sem við búum við.

Hún spyr hvort við vilj­um ekki hafa það val að geta verslað hér landi í sam­keppn­is­hæfu um­hverfi. „Við erum í alþjóðlegri sam­keppni. Það eru þess­ar versl­un­ar­ferðir, það er net­versl­un­in og við vilj­um líka benda á að ef að versl­un held­ur áfram að minnka hér þá hef­ur það áhrif á verð og vöru­úr­val á Íslandi. Vilj­um við ekki efla, eða hafa þetta val, að geta líka verslað heima. Þetta verður víta­hring­ur ef fólk er að versla meira í út­lönd­um þá erum við í erfiðum mál­um með sam­keppn­ina á verði.

Mar­gréti þykir umræðan oft ekki sann­gjörn þegar verð hér á landi er borið sam­an við verð er­lend­is. „Þegar það er gert er oft verið að bera sam­an mis­mun­andi versl­an­ir. Þegar þú ert að bera sam­an hágæða versl­an­ir með mikla þjón­ustu og annað við versl­an­ir úti þar sem eng­in þjón­usta er og fleira. Þú verður að bera sam­an epli og epli. Við vit­um al­veg að við eig­um á bratt­ann að sækja varðandi vöru­verð, út af op­in­ber­um gjöld­um en stund­um er umræðan al­gjör­lega, að okk­ar mati, kol­röng og fer út um víðan völl.

Tilboð Icelandair þar sem fólki er boðin frí taska.
Til­boð Icelanda­ir þar sem fólki er boðin frí taska.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert