„Rótlausir kennitöluflakkarar í pólitík“

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þegar bent er á að flokk­ur­inn er að miklu leyti sam­an­safn rót­lausra kenni­töluflakk­ara í póli­tík ætl­ar allt um koll að keyra hjá sama fólk­inu og þykir allt í lagi að saka aðra stjórn­mála­menn um spill­ingu, frænd­hygli, sér­hags­muna­gæslu og þaðan af verra,“ seg­ir Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Face­book-síðu sinni í dag um Pírata. Seg­ir hann und­ar­lega viðkvæmni í gangi gagn­vart þeim. Ein­hverra hluta vegna séu þeir eini stjórn­mála­flokk­ur­inn sem ekki megi gangrýna. 

„Betra er auðvitað að gagn­rýna stefnu Pírata, þar sem hana er að finna, en benda á rót­leysi ein­stak­ara framámanna þeirra. En bæði stefna og menn skipta máli við stjórn lands­ins. Sund­ur­laus hóp­ur með illa ígrundaða stefnu í mestu hags­muna­mál­um þjóðar­inn­ar er ekki lík­leg­ur til að ná ár­angri. Það nefni­lega skipt­ir máli hverj­ir og hvernig stjórnað er. En það hef­ur alltaf verið auðvelt að selja frasa um aukið lýðræði, borg­ar­leg rétt­indi, arðinn til þjóðar­inn­ar og al­menna góðmennsku. Og bíta svo höfuðið af skömm­inni með því að saka aðra um pop­ul­isma,“ seg­ir hann enn­frem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka