Eygló Harðardóttir sagðist vilja taka á móti fleiri flóttamönnum. Þetta sagði hún í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
„Til þess að þetta geti gengið vel eftir þá þurfum við hjálp. Það er fólk á Íslandi núna sem hefur fengið stöðu flóttafólks og þarf hjálp.“ Með þessu biðlaði hún til almennings um að leggja sitt af mörgum við að aðstoða flóttafólk sem þegar er komið til landsins að læra á lífið hér á landi.
Hún vildi þó ekki segja til um neinar fjöldatölur, en sagðist ekki vilja hámarka fjölda flóttamanna sem Ísland eigi að taka á móti.