Bjóða Núp fyrir flóttamenn

Hótel Núpur.
Hótel Núpur. Ljósmynd/Bæjarins besta

Eig­end­ur Hót­el Núps í Dýraf­irði hafa boðið Eygló Harðardótt­ur vel­ferðarráðherra að nýta hót­elið til að taka á móti flótta­mönn­um frá Sýr­landi. 

Guðmund­ur H. Helga­son, hót­el­stjóri á Núpi seg­ir í sam­tali við Bæj­ar­ins besta að Ásta Haf­berg aðstoðar­hót­el­stjóri hafi átt frum­kvæðið að þessu boði. „Hún bar þetta und­ir okk­ur bræður og við sáum þessu ekki neitt til fyr­ir­stöðu, en við ger­um þetta ekki ein, ríki og sveit­ar­fé­lög verða að vera með okk­ur.“ 

Hann seg­ir að Núp­ur standi að mestu leyti tóm­ur í vet­ur. „Það gæti verið hægt að taka á móti 30 kon­um með 50-60 börn og ekk­ert endi­lega bara kon­um, ég ímynda mér bara að neyðin sé mest hjá ein­stæðum kon­um. Hér eru her­bergi og kennslu­stof­ur og mötu­neyti og allt til alls,“ seg­ir hann. 

Fólk hef­ur boðið fram marg­vís­lega aðstoð við flótta­fólk á Face­book-síðunni Kæra Eygló - Sýr­land kall­ar

Frétt BB.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert