Eigendur Hótel Núps í Dýrafirði hafa boðið Eygló Harðardóttur velferðarráðherra að nýta hótelið til að taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi.
Guðmundur H. Helgason, hótelstjóri á Núpi segir í samtali við Bæjarins besta að Ásta Hafberg aðstoðarhótelstjóri hafi átt frumkvæðið að þessu boði. „Hún bar þetta undir okkur bræður og við sáum þessu ekki neitt til fyrirstöðu, en við gerum þetta ekki ein, ríki og sveitarfélög verða að vera með okkur.“
Hann segir að Núpur standi að mestu leyti tómur í vetur. „Það gæti verið hægt að taka á móti 30 konum með 50-60 börn og ekkert endilega bara konum, ég ímynda mér bara að neyðin sé mest hjá einstæðum konum. Hér eru herbergi og kennslustofur og mötuneyti og allt til alls,“ segir hann.
Fólk hefur boðið fram margvíslega aðstoð við flóttafólk á Facebook-síðunni Kæra Eygló - Sýrland kallar