Málefni flóttamanna ekki leyst fyrir næstu helgi

Margir sýrlenskir flóttamenn hafast við í búðum í Presevo í …
Margir sýrlenskir flóttamenn hafast við í búðum í Presevo í Serbíu en þar var þessi mynd tekin í gær. mbl.is/afp

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis stefnir að því að funda næsta fimmtudag eða í næstu viku og ræða málefni flóttamanna. Unnur Brá Konráðsdóttir segir þó málið ekki svo einfalt að úr því verði leyst fyrir næstu helgi. Að mörgu þurfi að huga.

„Við ætlum að fara yfir þær breytingar sem hin þverpólitíska útlendinganefnd hefur lagt til á útlendingalögum og fá síðan upplýsingar um hvaða vinna er í gangi til að meta það hvort hægt sé að gera meira til að taka á flóttamannavandanum. Til þess þurfum við að fá upplýsingar frá félagsmálaráðuneytinu og úr innanríkisráðuneytinu,“ segir Unnur í Morgunblaðinu í dag.

Á næsta fundi ríkisstjórnarinnar, sem fer fram á þriðjudag, mun forsætisráðherra leggja til að stofnuð verði sérstök ráðherranefnd til að fjalla um hvernig Íslendingar geti best aðstoðað við lausn flóttamannavandans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert