Málefni flóttamanna ekki leyst fyrir næstu helgi

Margir sýrlenskir flóttamenn hafast við í búðum í Presevo í …
Margir sýrlenskir flóttamenn hafast við í búðum í Presevo í Serbíu en þar var þessi mynd tekin í gær. mbl.is/afp

Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is stefn­ir að því að funda næsta fimmtu­dag eða í næstu viku og ræða mál­efni flótta­manna. Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir seg­ir þó málið ekki svo ein­falt að úr því verði leyst fyr­ir næstu helgi. Að mörgu þurfi að huga.

„Við ætl­um að fara yfir þær breyt­ing­ar sem hin þver­póli­tíska út­lend­inga­nefnd hef­ur lagt til á út­lend­inga­lög­um og fá síðan upp­lýs­ing­ar um hvaða vinna er í gangi til að meta það hvort hægt sé að gera meira til að taka á flótta­manna­vand­an­um. Til þess þurf­um við að fá upp­lýs­ing­ar frá fé­lags­málaráðuneyt­inu og úr inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu,“ seg­ir Unn­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Á næsta fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem fer fram á þriðju­dag, mun for­sæt­is­ráðherra leggja til að stofnuð verði sér­stök ráðherra­nefnd til að fjalla um hvernig Íslend­ing­ar geti best aðstoðað við lausn flótta­manna­vand­ans.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert