Nýr spítali verði við Hringbraut

Horft yfir núverandi byggingar Landspítalans við Hringbraut. Í skýrslunni segir …
Horft yfir núverandi byggingar Landspítalans við Hringbraut. Í skýrslunni segir m.a., að bygging nýs spítala við Hringbraut og flutningur starfsemi þangað úr Fossvogi muni valda hlutfallslega lítilli aukningu á umferðarálagi á háannatíma. mbl.is/Ómar

Ekki er til­efni til að breyta fyr­ir­liggj­andi ákvörðun um að byggja nýj­an Land­spít­ala við Hring­braut. Þetta er niðurstaða rýni­skýrslu KPMG vegna bygg­ing­ar nýs spít­ala. Heil­brigðisráðherra hef­ur fengið skýrsl­una af­henta sem hef­ur verið gerð op­in­ber.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Nýj­um Land­spít­ala ohf. Þar seg­ir enn­frem­ur, að í fram­haldi af er­indi vel­ferðarráðuneyt­is­ins, fyrr í þess­um mánuði, hafi Nýr Land­spít­ali falið KPMG með samn­ingi að yf­ir­fara fyr­ir­liggj­andi gögn um hag­kvæmni þess að byggja nýj­ar sjúkra­hús­bygg­ing­ar við Hring­braut.

Dýr­ara að byggja á nýj­um stað

Í til­kynn­ing­unni er farið yfir helstu niður­stöður sem eru eft­ir­far­andi:

  • Skipu­lags­mál: Skipu­lag og form bygg­inga hef­ur verið þannig hannað að vel fari um nýj­an sam­einaðan spít­ala við Hring­braut. Breyt­ing­ar í skipu­lags­ferl­inu tóku mið af helstu at­huga­semd­um sem gerðar voru við form og um­fang bygg­inga. Staðsetn­ing­in fell­ur vel að heild­ar­skipu­lagi og framtíðarmynd Reykja­vík­ur­borg­ar að mati borg­ar­yf­ir­valda.

  • Bygg­ing­ar­kostnaður: Nú­virt­ur bygg­ing­ar­kostnaður reikn­ast 21.ma.kr. hærri á nýj­um stað en við Hring­braut. Fast­eign­ir LSH við Hring­braut yrðu því að selj­ast á því verði til að kost­irn­ir tveir telj­ist jafn kostnaðarsam­ir.

  • Rekstr­ar­kostnaður: Nú­v­irði auk­ins rekstr­ar­hagræðis ef byggt er á nýj­um stað frá grunni reikn­ast tæp­lega 3 ma. kr. að teknu til­liti til kostnaðar vegna trufl­un­ar á rekstri vegna fram­kvæmda á Hring­braut­ar­lóð

  • Kostnaður við fólks­flutn­inga: Hring­braut og Sæv­ar­höfði virðast bestu kost­irn­ir m.t.t. dreif­ing­ar not­enda og starfs­fólks og því kostnað við fólks­flutn­inga. Aðrir kost­ir koma verr út í þeim sam­an­b­urði.

  • Um­ferðarálag: Hring­braut­ar­lóðin er við stór­ar sam­gönguæðar og mis­læg gatna­mót og ekki er tal­in þörf á meiri­hátt­ar um­ferðamann­virkj­um við sam­ein­ingu starf­semi LSH við Hring­braut. Bygg­ing spít­ala við Hring­braut og flutn­ing­ur starf­semi þangað úr Foss­vogi mun valda hlut­falls­lega lít­illi aukn­ingu á um­ferðarálagi á há­anna­tíma.

Þá seg­ir, að það sé mat KPMG að fram­an­greind­ir þætt­ir gefi ekki til­efni til að breyta fyr­ir­liggj­andi ákvörðun um að byggja nýj­an spít­ala við Hring­braut.

Marg­ir hafa gagn­rýnt staðar­valið

Í til­kynn­ing­unni er tekið fram, að hlut­verk KPMG hafi verið að yf­ir­fara fyr­ir­liggj­andi gögn um hag­kvæmni, kostnað, skipu­lags­mál og staðar­val Nýs Land­spít­ala (NLSH) og skrifa sam­an­tekt um helstu niður­stöður. Nán­ar til­tekið var verk­efni KPMG eft­ir­far­andi:

  • Rýna í helstu fyr­ir­liggj­andi gögn og skýrsl­ur sem varða hag­kvæmni, kostnað og skipu­lags­mál vegna staðsetn­ing­ar NLSH.
  • Yf­ir­fara helstu for­send­ur og út­reikn­inga á hag­kvæmni verk­efn­is­ins.
  • Yf­ir­fara helstu for­send­ur að baki því að Hring­braut var val­in sem framtíðarstaðsetn­ing.
  • Yf­ir­fara helstu efn­is­atriði þeirr­ar gagn­rýni sem fram hafa komið á staðar­val.
  • Leggja sjálf­stætt og óháð mat á það hvort Hring­braut sé besti kost­ur með til­liti til hag­kvæmni og annarra helstu áhrifaþátta miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem fyr­ir liggja.

Þá er bent á, að ýms­ir hafi gagn­rýnt staðar­valið í ræðu og riti á und­an­förn­um árum. Gagn­rýn­in hafi verið af ýms­um toga, en snúi að því að betra kunni að vera að byggja nýj­an spít­ala á öðrum stað. Sú gagn­rýni byggi yf­ir­leitt á fimm meg­in atriðum:

  1. Skipu­lags­mál -Staðsetn­ing­in við Hring­braut sé ekki góð og byggi á úr­elt­um for­send­um. Jafn­framt hafa komið fram at­huga­semd­ir við form og um­fang bygg­inga.
  2. Bygg­inga­kostnaður, að frá­dregnu sölu­and­virði eigna, sé hærri á Hring­braut en á nýj­um stað.
  3. Rekst­ur sé hag­kvæm­ari ef nýr spít­ali er byggður frá grunni á nýj­um stað.
  4. Kostnaður við fólks­flutn­inga (starfs­menn, nem­end­ur og aðstand­end­ur sjúk­linga) sé hár ef byggt er við Hring­braut
  5. Um­ferðarálag stofn­brauta fari yfir þol­mörk ef byggt er við Hring­braut

„Lengi hef­ur verið unnið eft­ir þeirri stefnu­mörk­un og ákvörðun að byggja nýj­an spít­ala við Hring­braut. Það hef­ur verið tal­inn besti og hag­kvæm­asti kost­ur hvað staðsetn­ingu varðar. Í skýrslu KPMG er varpað ljósi á það hvort ástæða sé til þess að breyta út af þeirri ákvörðun. Til þess hljóta að þurfa að vera af­ger­andi rök sem gera aðra staðsetn­ingu mun betri eða hag­kvæm­ari. Þetta er skoðað út frá helstu gagn­rýn­is­atriðum sem fram hafa komið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert