Óvænt sjón í Grindavík

Ocean Nova lagðist að bryggju í Grindavík um hádegisbil í …
Ocean Nova lagðist að bryggju í Grindavík um hádegisbil í gær. Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson

Skemmtiferðaskipið Ocean Nova lagðist að bryggju í Grindavík í gær, en skipið er fyrsta skemmtiferðaskipið sem hefur viðkomu í Grindavík og því hefur margur Grindvíkingurinn eflaust rekið upp stór augu við þessa óvæntu heimsókn.

Áður staldraði skipið við á Grundarfirði. Stoppið í Grindavík var stutt, en skipið lagðist að bryggju í hádeginu og hélt síðan áfram för sinni síðdegis.

Ocean Nova er í eigu bandaríska fyrirtækisins Quark Expeditions, sem sérhæfir sig í skoðunarferðum á norðurslóðum. Skipið er eitt af sjö skipum fyrirtækisins og það minnsta í flotanum. Það er sérhannað fyrir erfiðar aðstæður, t.d. í hafís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert