Hækkanir frá 18 til 45%

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég held að það sé alveg ljóst að það mun reyna á forsendur í kjarasamningi okkar,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ).

Að mati ASÍ eru hækkanirnar í úrskurði gerðardóms mun meiri en fólust í kjarasamningunum á almenna vinnumarkaðinum, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Ný greining á hækkununum verður til umfjöllunar í miðstjórn ASÍ á morgun. Að mati ASÍ eru hækkanir hjúkrunarfræðinga í heild sinni í fjögurra ára samningi um 29,8% þegar tekið hefur verið tillit til fjármuna sem setja á í stofnanasamninga. Hækkanir BHM-félaganna í tveggja ára samningi eru um 18% en samningar ASÍ-félaganna færðu þeim hins vegar um 18,5% á fjögurra ára tímabili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert