Fólk var húðskammað lamið og brennt

„Þú heyrir varla um í dag að fólk sé lamið eða sé brennt eða að það sé kastað í það heitri pönnu,“ segir Ylfa Helgadóttir, yfirkokkur og eigandi á Kopar. Slíkt hafi tíðkast í eldhúsum sem séu nú betri vinnustaðir en áður, þó vanti konur í stéttina þar sem þær hafi ekki sótt í starfið vegna þessa.  

Mikill kynjahalli er í stéttinni en Ylfa er nýkomin heim frá ráðstefnu og matreiðsluhátíð í Finnlandi þar sem málið var tekið fyrir en víðast hvar er ástandið eins. Hún bendir á að hlutfall kvenna sem útskrifast sem matreiðslukonur sé lágt: „1 stelpa á móti 20 strákum er að útskrifast úr kokkinum hverju sinni, sem er hlægilegt hlutfall!“

Hún vill breyta þessu þar sem möguleikarnir séu miklir nú þegar ferðamenn streyma til landsins og mikill vöxtur er í veitingageiranum. Mikilvægt sé að fjölga fyrirmyndunum í greininni svo að stelpur sjái að þetta sé vel hægt.

mbl.is ræddi við Ylfu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka